Lengjubikar:sigur og tap hjá meistaraflokkum Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

heiddis hottur hgni 1

Meistaraflokkur karla og kvenna spiluðu í lengjubikarnum um liðna helgi.Stelpurnar spiluðu við Fjarðarbyggð í Fjarðabyggðarhöllinni og strákarnir fóru norður á Akureyri og mættu Magna Grenivík í Boganum.

Hattarstelpur sigruðu Tindastól 0-3 í síðasta leik sínum í lengjubikarnum meðan Fjarðabyggð tapaði fyrir Völsung 3-0.Höttur hafði talsverða yfirburði í leiknum og lokatölur urðu 0-6 fyrir stelpunum.

Mörk Hattar:

Heiðdís Sigurjónsdóttir(2),Valdís Vignisdóttir(2),Magdalena og Sigga.

Höttur notaði  alla varamenn sína og þar á meðal var hún Brynhildur Brá  en hún er 13 ára og átti hún m.a skot í stöng.

Leikskýrsla

Meistaraflokkur karla mætti Magna í Boganum og fóru flestir norður til akureyrar daginn fyrir leik vegna slæmrar veðurspár.
Það kom svo á daginn að veðrið setti mark sitt á leikinn þar sem nokkrir leikmenn urðu veðurteftir í Reykjavík og á Egilsstöðum.

Anton markmaður veiktist svo í ferðinni og var ekki leikfær,Elvar setti upp markmannshanskana og Steinar Aron leysti hann af í hálfleik, Leikurinn endaði 3-2 fyrir Magna en sigurmarkið kom á 94 mínútu,en hin mörkin á 15 mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik.

Mörk Hattar skoruðu Högni með skalla eftir hornspyrnu og Steinar Aron með góðu skoti úr teignum.

Leikskýrsla

Næstu leikir eru  hjá meistaraflokkunum eru eftirfarandi:

Mfl.kvk. Höttur - Sindri Lengjubikar 23.apríl kl 19:00 á Fellavelli.

Mfl.kk. Höttur - Dalvík/Reynir Lengjubikar 21.apríl kl 14:00 á Fellavelli.

Fjölmennum og styðjum liðin okkar til sigurs!... ÁFRAM HÖTTUR!!

 

You are here