Lengjubikar kvenna: Sindrastúlkur áttaviltar á Fellavelli.

  • Skoða sem PDF skjal

hotturkvk 2012

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Sindra frá Hornafirði í lengjubikarnum en leikið var á Fellavelli.Þetta var þriðji leikurinn hjá stelpunum en áður höfðu þær sigrað Tindastól 0-3 og Fjarðabyggð 0-6.

Gestirnir áttu fyrsta færið strax á fyrstu mínútu þegar Sóknarmaður átti skot sem fór rétt fram hjá marki Hattar.Strax í kjölfarið fór Höttur í sókn og komst Heiðdís í ágætisfæri en skot hennar geigaði.

Hattarstelpur stjórnuðu leiknum og Sindri lágu í vörn,það var svo upp úr þurru sem sóknarmaður Sindra kemst ein í gegn á móti Erlu Dögg í marki Hattar en Erla varði vel og staðan því markalaus.Það var svo á 9.mínútu sem fyrsta markið kom þegar Valdis Vignisdóttir komst í gegnum vörn Sindra og skoraði,staðan orðin 1-0.

Andartaki síðar komst Magdalena ein á móti markmanni Sindra en lét verja hjá sér.Hattarstúlku héldu áfram að sækja og á 19.mínútu átti Magdalens skot við vítateig sem endaði í netinu og staðan orðin 2-0,Magdalena var svo aftur á ferðinni 23.mínútu þegar hún fær stungusendingu inn fyrir vörn Sindra og skoraði örugglega fram hjá markmanni Sindra og kom Hetti í 3-0.

Áfram hélt sókn Hattar,á 36.mínútu fær Höttur aukaspyrnu vel fyrir utan teig,Fanney Kristins tók spyrnuna og skoraði,markmaður Sindra var í boltanum en skotið var fast og því missti markmaðurinn boltann í netið og staðan orðin 4-0.

Fanney Kristins kom sér strax aftur í gott færi en skallaði boltann rétt yfir markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.Skömmu síðar lék Heiðdís inn í teig Sindra og skoraði með góðu skoti staðan var því 5-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik héldu stelpurnar upptektum hætti og Valdís Vignisdóttir Slapp í gegnum vörn Sindra á 49 mínútu og kom Hetti í 6-0,

Einstefnan að marki Sindra hélt áfram og á 61 mínútu skoraði Fanney Kristins að harðfylgi með skoti úr markteig upp í þaknetið og kom Hetti í 7-0.

Eftir nánast linnulausa sókn allan leikinn slökuðu stelpurnar aðeins á og við það færðist smá lífsmark í Sindra og þær minka muninn í 7-1 á 75.mínútu.

Heiðdís átti svo lokaorðið þegar hún lék á markmann Sindra og skoraði 8 mark Hattar á 87 mínútu.Lokatölur 8-1 og stelpurnar líta gríðarlega vel út,eru komnar á toppinn í riðlinum með jafn mörg stig og Völsungur en með betra markahlutfall.

Hattarstelpur leika um næstu helgi seinasta leik sin í riðlinum gegn Völsung,leikið verður á Húsavík og er þetta hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum....ÁFRAM HÖTTUR!!

 

 

 

You are here