1.deild kvenna Höttur - Keflavík.

  • Skoða sem PDF skjal

katie hottur mflkvk

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Keflavík á Vilhjálmsvelli Sunnudaginn 7.júlí.Þetta var stórskemmtilegur leikur og ekki skemmdi fyrir að veðrið var með besta móti.

 Hattarstúlkur voru miklu sterkari aðilinn í þessum leik og má seigja að þær hafi nánast verið í sókn mest allann leikinn.Heiðdís kom sér í ágætis færi á 11.mín þegar hún átti fínt skot sem markmaður gestana náði að verja í horn.

á 20. mín átti Sigga þjálfari lúmskt og óvænt skot að marki Keflavíkur en það endaði í hliðarnetinu utanverðu.Katie skoraði gott mark á 23. mín  eftir virkilega góða sókn heimamanna þar sem Sigga fór fyrir sínu liði og geystist upp hægri kantinn og sendi boltann inn í teig,þar sem Katie skoraði eftir baráttu í teignum,staðan orðin 1-0.

Katie hélt áfram að minna á sig og á 30.mín á hún fasta fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem stefndi á markið,markmaður Keflavíkur fór í boltann en hún hélt honum ekki og boltinn endaði í netinu,staðan orðin 2-0 fyrir Hött.

Fanney átti góðann skalla eftir hornspyrnu á 33. mín en boltinn rétt fram hjá markinu.Magdalena bætti við þriðja marki Hattar á 36.mín eftir flotta fyrirgjöf af hægri kanti þá átti hún gott skot úr vítateignum sem hafnaði í marki gestana,staðan orðin 3-0 fyrir hött.Heiðdís átti góðan sprett á 37.mín þegar hún komst ein í gegnum vörn gestana en setti boltan hárfínt fram hjá markinu.Staðan í hálfleik 3-0.

Stelpurnar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og á 48.mín þá skorar Katie gott skallamark og fullkomnaði þar með þrennu sína,Katie að spila virkilega vel,staðan orðin 4-0.

Kristín Inga kom inn fyrir Jónu Ólafs á 60 mínútu og hún skoraði glæsilegt mark með skoti við vítateiginn á 71.mínútu og kom Hetti í 5-0.Valdís Vignis kom inn fyrir Magdalenu á 68 mínútu og lét strax til sín taka og skoraði gott mark á 72.mín með góðu skoti,staðan orðin 6-0 fyrir Hött.

Stelpurnar voru hvergi nærri hættar og á 85.mínútu tók Heiðdís sig til og lék í gegnum vörn Keflavíkur og var komin ein á móti markmanni gestana en hún lék einnig fram hjá honum og lagði boltann í opið markið,staðan orðin 7-0 fyrir Hött.

Skomu síðar fékk Höttur vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd varnarmanns keflavíkur og dómarinn benti réttilega á punktinn.Fanney steig á punktinn og skoraði gegn sínum gömlu félögum í Keflavík,Lokatölur því 8-0 í góðum leik.

Næsti leikur er gegn Fjarðabyggð á miðvikudaginn n.k á Vilhjálmsvelli.

Ljósmynd: Grétar Reynisson

Myndir úr leiknum

 

You are here