1.deild kvenna Höttur-Fjarðabyggð

  • Skoða sem PDF skjal

 

alt

Höttur mætti Fjarðabyggð í 20°C stiga hita og logni á Vilhjálmsvelli miðvikudaginn 10.júlí.

 

Leikurinn byrjaði fjörlega eftir 5 mín var Magdalena sloppin í gegn en markamaðurinn náði að bjarga gestunum fyrir horn í það skiptið. Magdalena var svo aftur á ferðinni 4 mín síðar stakk sér upp hægri kantinn og gaf þversendingu fyrir markið sem Katie afgreiddi örugglega í netið 1-0. Tveim mín síðar fór Katie upp vinstri kantinn og gaf góða sendingu á Heiðdísi sem skoraði af öryggi 2-0.

Á 19 mín átti Heiðdís góða sendingu á Magdalenu sem tók boltann snyrtilega niður og lagði boltann framhjá markmanninum 3-0. Skömmu síðar skullu tveir leikmenn Fjarðabyggðar saman þegar þær fóru í sama boltann og urðu þær báðar að fara með sjúkrabíl til aðhlynningar og komu ekki meira við sögu í leiknum. Eftir þetta óhapp duttu Hattarstelpur aðeins niður og Fjarðabyggð elfdist að sama skapi og sköpuðu sér nokkur hálffæri. 

Á 43 mín skoraði Fanney með laglegu langskoti beint upp í samskeytin sem markmaðurinn átti ekki möguleika á að verja 4-0. Á 48 mín fengu Fjarðabyggðastelpur aukaspyrnu og sent var inn í teiginn þar sem daninn Mette skallaði laglega yfir markmann Hattar sem var kominn út í boltann 4-1.

Ef einhver von hafði kviknað í hjörtum Fjarðarstúlkna þá var hún slökkt á fyrstu mínútu seinni hálfleiks þegar Magdalen fór eina ferðina enn upp hægri kantinn og lagði boltann þvert fyrir markið og var Katie aftur á ferðinni og lagði boltann í markið 5-1, raun endurtekning á fyrsta markinu. 4 mín síðar lagði Sigga boltann laglega á Katie sem fullkomnaði þrennu sína með frábæru skoti 6-1.

Lítið bar til tíðinda þó Hattarstelpur stjórnuðu leiknum að mestu og á 80 mín tók Sigga sig til og lék á hálft lið Fjarðabyggðar og var komin ein á móti markmanni sem óð út úr teignum og tók Siggu niður og fékk verðskuldað rautt spjald. 3 mín síðar léku Hattarstelpur boltanum vel á milli sín og lögðu boltann á Fanney sem komst ein í gegn og kláraði að öryggi 7-1.

Tveim mín fyrir leikslok átti Heiðdís stungusendingu inná Kristínu sem setti síðasta naglann í kistu Fjarðabyggðar 8-1.

Lokatölur leiksins 8-1 og var áhorfendafjöldinn á leiknum 220 manns. Snilldar leikur hjá stelpunum. 

Að mati pistlahöfundar var Magdalena maður leiksins. En jafnframt stóðu allar stelpurnar sig frábærlega!

 Byrjunarlið Hattar:

                                   Shelby

Bryndís          Karítas             Fanndís         Signý

Katie              Sigga               Fanney          Magdalena

                                  Jóna

                                Heiðdís

Varamenn: Kristín, Valdís, Ólafía, Þórdís og Alexsandra

Kristín kom inn á fyrir Katie, Valdís kom inn á Jónu, Þórdís kom inn á fyrir Bryndísi og svo Ólafía inn á fyrir Magdlenu.

Fleiri myndir inná :  https://www.facebook.com/hattar.stulkur/media_set?set=a.576190832418951.1073741827.100000841171391&type=1

 

You are here