Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Gott undirbúningstímabil en tap í fyrsta leik í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Íslandsmótið í 1. deild í körfubolta hófst um síðustu helgi.  Höttur spilaði þá erfiðan útileik við Breiðablik og tapaði leiknum 80-72.  Leikurinn þróaðist ágætlega þangað til um 5 mín. voru til leiksloka en þá var staðan 61-71 fyrir Hött.  Á síðustu mínútunum snerist leikurinn við og Blikarnir sigu fram úr.  Austin Magnús Bracey var stigahæstur hjá Hetti.

Hattarliðið mætir vel undirbúið til leiks á mótinu.  Átta leikir voru spilaðir á undirbúningstímabilinu og unnust sex þeirra en tveir töpuðust.  Höttur vann Greifamótið á Akureyri en þar spiluðu líka KFÍ, FSU og Þór.  Höttur vann alla sína leiki þ.á.m. KFÍ sem leikur í Úrvalsdeild.  Höttur spilaði við fleiri Úrvalsdeildarlið í undirbúningnum, vann Grindavík og Snæfell en tapaði fyrir Njarðvík.

Hattarliðið er lítið breytt frá síðustu leiktíð.  Frisco Sandidge og Austin Magnús Bracey leika aftur með liðinu, Kristinn Harðarson hefur lagt skóna á hilluna í bili (þó hann hafi líklega aldrei verið í betra formi) og Hreinn Gunnar Birgisson hefur gengið til liðs við okkur frá Tindastóli og styrkir liðið.

Borði
You are here