Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Tap og sigur í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur tapaði fyrsta heimaleiknum á leiktíðinni gegn FSU.  Leikurinn var mjög jafn og gerði FSU út um hann með síðustu körfunni á lokasekúndu leiksins.  Austurfrétt fjallaði um leikinn: http://www.austurfrett.is/sport/905-koerfubolti-fsu-lagdhi-hoett-a-lokasekundunni.

Síðasta föstudag lékum við síðan gegn Fjölni á þeirra heimavelli en Fjölnir féll úr Úrvalsdeild á síðustu leiktíð og eru erfiðir heim að sækja.  Okkar menn gerður sér þó lítið fyrir og unnu sinn fyrsta leik í deildinni, 83-90.  Leikurinn var jafn en Hattarliðið spilaði vel og innbyrti sanngjarnan sigur.

Næsti leikur í deildinni er heimaleikur gegn Hamri 8. nóvember.

Borði
You are here