40 ára afmæli Hattar

 • Skoða sem PDF skjal

Kæru íbúar,

Í tilefni 40 ára afmælis Íþróttafélagsins Hattar þá stöndum við í samstarfi við stjórn Ormsteitis að viðburðum í ár samhliða okkar bæjarhátíð. Þann 16. Ágúst n.k. munum við standa að því að skapa skemmtilega stemmingu á Vilhjálmsvelli þar sem fjölskyldan getur komið og notið sín. Í framhaldi af þeim viðburði verða haldnir fleiri viðburðir í komandi viku þar sem boðið verður upp á að fjölskyldan geti notið sýn í hreyfingu með börnum sínum.

Íþróttafélagið Höttur er stofnað við sameiningu Knattspyrnufélagsins Spyrnis og Ungmennafélagsins Hattar árið 1974 og hefur félagið starfað í þeirri mynd sem það er í dag. Félagið stendur að 9 deildum sem hafa hver og ein sjálfstæða stjórn. Hjá félaginu stunduðu 676 einstaklingar sína íþróttagrein á árinu 2013. Af þessum einstaklingum stunduðu 22% tvær eða fleiri íþróttagreinar.

Það má því með sanni segja að Íþróttafélagið Höttur er stór hluti af sveitarfélaginu og gildi skipulags íþróttastarfs mikilvægt fyrir samfélagið.

Það er von okkar að íbúar taki þátt í viðburðum tengdu Ormsteiti og njóti samverustunda með fjölskyldum sínum.

Nánar á www.ormsteiti.is

Með kærri afmæliskveðju,

Davíð Þór Sigurðarson

Formaður Íþróttafélagsins Hattar

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here