Sunddeild Hattar

Egilsstöðum

Sundhelgin mikla 2015

  • Skoða sem PDF skjal

Sæl verið þið.

Sundsamband Íslands verður með fræðslu og dómaranámskeið laugadaginn 3 október 2015 á Egilsstöðum.

Hér kemur bréf frá stjórnarmanni Sundsambands Íslands.

Sæl öll.

Við hjá Sundsambandi Íslands hlökkum mikið til þess að koma til ykkar um helgina. Í för með okkur verður yfirdómari sem ætlar að bjóða upp á dómaranámskeið og mun verklegi hlutinn fara fram á litlu sundmóti sama dag í sundlaug Egilsstaða. Allir sem hafa áhuga á því að ná sér í dómararéttindi eru velkomnir. Í tengslum við þessa heimsókn mun ég sem stjórnarmaður í SSÍ kynna starfsemi sambandsins og halda fund með foreldrum um það hvernig það er að vera foreldri sundmanns hvort sem það er afreksmaður eða ekki.  Landsliðsþjálfari mun hitta aðra þjálfara og fara yfir þjálfun og uppbyggingu á sundliði og tímabili. Við munum kynna mót og sér í lagi Grunnskólamót í sundi sem haldið er árlega á Höfuðborgarsvæðinu.  Vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta. Öllum íþróttakennurum á svæðinu einnig boðið að koma og hlusta. Hlökkum til að hitta ykkur.

kveðja Ingibjörg.

 

Sunnudaginn 15.mars 2015 verður Hennýjarmótið á Eskifirði og hefst klukkan 10:00.  Auglýsing í Dagskánni.

Kveðja, fyrir hönd sundfélags Hattar, Margrét Helga.

 

You are here