Höttur undirritaðar samning vegna greiðslu- og skráningakerfisins Nóra

 • Skoða sem PDF skjal

undirskrift noriÞann 22. júlí síðastliðinn undirrituðu Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar og Inga Rós Unnarsdóttir, þjónustustjóri Motus á Austurlandi, Stefán Þór Eyjólfsson, lögmaður Pacta fyrir hönd Greiðslumiðlunar ehf samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningurinn felur í sér að Íþróttafélagið Höttur mun taka upp greiðslu- og skráningarkerfið Nóra sem mun fela í sér breytingu í utanumhaldi iðkenda.

  

Foreldrar, forráðamenn og aðrir iðkendur innan deilda Hattar munu geta nýtt sér sjálfsafgreiðslukerfið til skráningar og greiðslu vegna aðsóknar sinnar í tímum hjá öllum deildum. Stefnt er að því að kerfið verið tekið í notkun núna í haust en undirbúningur er í fullum gangi.

  

Samningur þessi mun án efa auðvelda alla vinnu deilda við utanumhald um skráningu og greiðslur frá iðkendum félagsins. Höttur rekur 8 deildir sem bjóða upp á æfingar hjá börnum, unglingum og fullorðnum á Fljótsdalshéraði en á árinu 2014 stunduðu rúmlega 900 einstaklingar æfingar hjá Hetti.

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here