Yngri flokkar Hattar - Vetrarstarfið

 • Skoða sem PDF skjal

Þó fótboltinn rúlli af fullum krafti allt árið um kring og Yngri flokkar Hattar haldi úti öflugu starfi á ársgrunni, þá líkur hverju starfsári að hausti þegar iðkendur ganga upp á milli flokka.

 Skipulag æfinga hjá Yngri flokkum Hattar er með þeim hætti að árinu er skipt í þrjú fjögurra mánaða tímabil sem standa frá október byrjum til septemberloka ár hvert. Miðast þetta skipulag við mótahald KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) en Íslandsmót og bikarkeppnir klárast ekki fyrr en í september og því teygist sumarstarfið fram á þann tíma.

 Tímatafla vetrarins miðast hins vegar við skólabyrjun og því breysta æfingartímar í skólabyrjun. Því getur verið að september mánuður hafi verið eilítið ruglingslegur fyrir einhverja.

 Nýtt starfsár hefst því mánudaginn 3. október en rétt er að taka fram að nýir iðkendur eru þó allir velkomnir að mæta á æfingar fram í miðjan þennan mánuð en þá tökum við okkur tveggja vikna frí og leyfum þjálfurum og iðkendum að pústa örlítið eftir viðburðríkt sumar.

 Samtals telst okkur til að iðkendur okkar hafi spilað tæplega 130 keppnisleiki í sumar í Íslandsmótum og bikarkeppnum KSÍ.  Til viðbótar hafa verið spilaði tugir leikja á opnum mótum sem farið hafa fram víðsvegar um land.

 Það hafa því margir svitadropar runnið þetta sumarið ekki síður en bensíndropar ;-)

 Tímatafla vetrarins liggur hér fyrir ásamt gjaldskrá haustsins (tímabilið frá október til og með janúar) og öll námskeið deildarinnar eru opinn í Nora kerfi Hattar.

 Við vonumst til að sjá sem flesta á æfingum í vetur og hvetjum alla, sem áhuga hafa á að slást í hópinn að vera ekki feimnir.

 Það er allir velkomnir í fótboltann og hægt að velja að æfa hlutfallslega ef æfingar stangast á við aðrar greindar eða tómstundir.

 Áfram Höttur!!!

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (Yngri flokkar tímatafla veturinn 2016-2017.pdf)Yngri flokkar tímatafla veturinn 2016-2017.pdfTímatafla veturinn 2016-2017179 Kb
Download this file (Æfingagjöld 2016-2017.pdf)Æfingagjöld 2016-2017.pdfÆfingagjöld haustönn83 Kb

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here