Heyfivikan

 • Skoða sem PDF skjal

Erum við í hressasta liðinu í Hreyfiviku UMFÍ?

Hreyfivika UMFÍ verður dagana 29. maí – 4. júní. Þetta er sjötta árið sem UMFÍ stendur fyrir Hreyfivikunni. UMFÍ er þessa dagana að leita að boðberum Hreyfingar innan sveitarfélaga til að taka þátt í vikunni. Boðberar hreyfingar hjá sveitarfélögum standa fyrir viðburðum af öllum stærðum og gerðum og hvetja nágranna sína og samstarfsfólk, stjórnendur fyrirtækja, leik- og grunnskóla og stofnana til hafa gaman af því að hreyfa sig saman.
Hreyfivika UMFÍ er ekki keppni. Markmið Hreyfiviku UMFÍ er að þátttakendur finni uppáhalds hreyfinguna sína, stunda hana reglulega í a.m.k. 30 mínútur á dag og hafa gaman af því með öðrum.

Dæmi um viðburð
Það er ekkert mál að standa fyrir viðburði í Hreyfiviku UMFÍ. Það getur verið áskorun á milli fyrirtækja í sveitarfélaginu, þátttaka í sundkeppni sveitarfélaganna, viðburðir í skólunum, áskorun á milli sveitarfélaga og margt fleira. Dæmi um viðburð er jógastund nemenda í grunnskóla, áskorun á milli fyrirtækja um það hversu margir ganga til vinnu í stað þess að hjóla og þess háttar.

Svona getur þú staðið fyrir viðburði
Þeir sem vilja gerast boðberar í Hreyfiviku UMFÍ geta skráð sig til þátttöku á www.hreyfivika.is. Þar er hægt að skrá viðburðinn og segja frá honum. Allir sem vilja geta skoðað viðburðinn og hvetur það forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana innan og í öðrum sveitarfélögum að skipuleggja annan viðburð.
UMFÍ fylgist með öllum viðburðum og segir frá þeim á vef UMFÍ (www.umfi.is) og samfélagsmiðlum. UMFÍ og Morgunblaðið vinna saman í Hreyfivikunni og mun www.mbl.is birta fréttir af athyglisverðum viðburðum. Viðburðir á landsbyggðinni fá sérstaklega mikið vægi. Aðrir fjölmiðlar fá líka fréttir af viðburðunum.
Viltu standa fyrir viðburði í Hreyfiviku UMFÍ? Hafðu þá samband við verkefnastjóra verkefnisins. Það er hún Sabína. Hún hlakkar til að heyra í þér. Vertu í bandi!

www.hreyfivika.is
Tengiliður
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here