Elín Rán sæmd starfsmerki UMFÍ

 • Skoða sem PDF skjal

Elín Rán sæmd starfsmerki UMFÍ

 

Elín Rán Björnsdóttir, fyrrum formaður UÍA, var um helgina sæmd starfsmerki Ungmennafélags Ísland á þingi UÍA sem fram fór á Borgarfirði eystra.

Elín Rán hefur komið víða við í starfi UÍA, sem keppandi, starfsmaður og stjórnarmaður. Eftir árangursríkan keppnisferil snéri hún sér að þjálfun hjá Hetti og Þristi og fór sem sumarstarfsmaður UÍA á eftirminnilegt Unglingalandsmót 2002.

Elín Rán var kjörin formaður UÍA árin 2008-2012. Sem slík leiddi hún félagið í gegnum mikið umbreytingarskeið.

Hún hefur starfað í nefndum á vegum bæði UMFÍ og ÍSÍ, var keppnisstjóri á Unglingalandsmótinu 2011 og í stjórn frjálsíþróttadeildar Hattar um tíma.

Sigurður Óskar Jónsson, úr varastjórn UMFÍ, sæmdi Elínu Rán merkinu.

Frétt tekin af heimasíðu UIA

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here