Davíð Þór fékk starfsmerki UÍA

 • Skoða sem PDF skjal

 

Fjórir einstaklingar fengu starfsmerki UÍA fyrir vel unnin störf á sambandsþingi UÍA á Borgarfirði eystra á laugardag.

Davíð Þór Sigurðarson, Hetti
Davíð Þór var aðeins 26 ára gamall þegar hann tók við formennsku í íþróttafélaginu Hetti árið 2009 og hefur gegnt henni síðan þá. Davíð hefur einnig verið lykilmaður í Unglingalandsmótunum 2011 og 2017.

Auk Davíðs fengur eftirfarandi einstaklingar starfsmerki UÍA:

Ásgrímur Ingi Arngrímsson, UMFB
Ásgrímur Ingi var formaður UMFB frá árinu 1997 til 2014 og driffjöðrin í margvíslegu starfi félagsins, meðal annars uppbyggingu sparkhallar á Borgarfirði. Eins má nefna framlag Ásgríms Inga til leiklistar- og menningarstarfs á vegum UMFB.

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, UMFB
Arngrímur Viðar hefur í gegnum tíðina komið að margvíslegu starfi UMFB. Þá var hann gjaldkeri UÍA á árunum 2001-2008.

Bryndís Snjólfsdóttir, UMFB
Bryndís var meðal þeirra sem leiddu starf UMFB á níunda og tíunda áratugnum. Borgfirðingar muna eftir að hún var ætíð tiltæk þegar á þurfti að halda.

Frétt tekin af heimasíðu UÍA

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here