Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Höttur fékk Snæfell í bikarnum

  • Skoða sem PDF skjal

Dregið var í 32 liða úrslit Powerade bikarsins í vikunni og fékk Höttur heimaleik á móti Úrvalsdeildarliði Snæfells.  Hólmarar eru með sterkt lið en með þeim spilar m.a. Austin Magnús Bracy sem spilaði með okkur tvö sl. tímabil.

Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 1. nóvember kl. 14.  Nú þurfa allir að fjölmenna á pallana!

Höttur byrjar vel í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur lék um helgina tvo leiki við KFÍ á Ísafirði og vann tvo mjög sterka sigra.  Leikurinn á laugardeginum fór 76-81 eftir að hafa verið jafn allan tímann.  Okkar strákar voru skynsamir og þolinmóðir og lönduðu sigrinum í fjórða leikhluta.  Tobin var stigahæstur með 24 stig en miklu munaði að Viðar raðaði niður þristum á ögurstundu.  Hann skoraði  19 stig.  Hreinn tók mest af fráköstum, 9 stykki. 

Seinni leikurinn vannst 65-70 en þar hafði Höttur frekar undirtökin allan leikinn.  Tobin gertði 34 stig og tók 12 fráköst, Viðar var með 11 stig og Hreinn Gunnar með 8 stig og 9 fráköst.  Það er mjög sterkt að fara til Ísafjarðar og vinna tvo jafna leiki á erfiðum útivelli svo þetta var flott hjá okkar strákum.

Fyrsti leikurinn okkar í 1. deildinni var við Þór á Akureyri og unnum við hann 55-72, svo við erum efstir í 1. deildinni eftir þrjár umferðir með 6 stig.

Við byrjum á fjórum útileikjum í deildinni því 24. október mætum við Val á Hlíðarenda.  Fyrsti heimaleikur Hattar í deildinni verður 7. nóvember þegar við fáum Hamar í heimsókn.  Hamar er, ásamt Hetti, eina taplausa liðið í deildinni núna en þeir hafa leikið tvo leiki en við þrjá.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar

  • Skoða sem PDF skjal

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Hattar verður haldinn í Hettunni sunnudaginn 15. júní kl. 17:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Úrslitaleikir við Fjölni

  • Skoða sem PDF skjal

Fjölnir vann Breiðablik 2-1 í hinni undanúrslitaviðureigninni og mætum við þeim því í rimmu um sæti í Úrvalsdeild. Fyrsta viðureignin verður næsta þriðjudag:

Leikur 1: þriðjud. 1. apríl, kl. 19:15 í Dalhúsum í Grafarvogi

Leikur 2: föstud. 4. apríl, kl. 18:30 á Egilsstöðum

Leikur 3: þriðjud. 8. apríl, kl. 19:15 í Dalhúsum í Grafarvogi (ef þarf)

Hægt er að fylgjast með heimaleikjum Fjölnis á Fjölnir TV: http://www.fjolnir.is/tv/

Blóðug barátta þegar Höttur vann Þór

  • Skoða sem PDF skjal

Hann var æði skrautlegur leikurinn þegar við slóum Þór frá Akureyri út í úrslitakeppni 1. deildar.  Leikurinn endaði 79-78 fyrir Hött og einvígi liðanna þar með 2-0 fyrir Hetti.  Gerald Robinson lenti í samstuði við Bjössa Ben (sem áður lék með Hetti) og fékk skurð á augabrúnina og 7 spor hjá Óttari lækni eftir leik.  Þórsarar leiddu megnið af leiknum en okkar menn áttu frábæra endurkomu í 4. leikhluta og kláruðu leikinn og þar með einvígið.  Þórsarar reyndu að sækja villu og komast á vítalínuna í sinni lokasókn en góð vörn hjá okkur kom í veg fyrir það.  Austurfrétt fjallaði um leikinn:  http://www.austurfrett.is/sport/1631-vidhar-oern-ef-thetta-er-400-metra-hlaup-tha-eru-200-metrar-eftir-og-grindur-a-leidhinni

Við leikum gegn Fjölni eða Breiðabliki í úrslitum en staðan í því einvígi er 1-1.  Fyrsti leikurinn fer fram þriðjudaginn 1. apríl en það fer eftir því hver andstæðingurinn verður hvort Höttur fær heimaleikjarrétt.

Borði
You are here