Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Höttur í umspil um sæti í Úrvalsdeild

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur lenti í 4. sæti 1. deildar körfuboltans og fer þar með í fjögurra liða umspil um sæti í Úrvalsdeild.  Tindastóll vann deildina og fer því beint upp í Úrvalsdeild en fjögur næstu lið urðu Fjölnir, Þór A., Höttur og Breiðablik og keppa þau um annað laust sæti.  Höttur var í baráttu um annað sætið við Fjölni og Þór og hefði haldið því með sigri á Tindastól í síðustu umferð en það gekk ekki eftir.  Höttur mætir Þór í úrslitakeppninni.

Höttur - Þór Akureyri í dag kl. 18:00

  • Skoða sem PDF skjal

Leikurinn við Þór, sem frestað var sl. föstudag, verður leikinn í dag, mánudag, kl. 18:00.

Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið þar sem þau berjast um 2.-4. sæti deildarinnar.  Þór er sem stendur í 2. sæti og Höttur í 3.  Bæði lið eru nú þegar örugg í úrslitakeppni um laust sæti í Úrvalsdeild en sæti í deildinni ræður heimaleikjarétti í úrslitakeppninni.

Leik Hattar og Þórs í körfunni frestað

  • Skoða sem PDF skjal

Leik Hattar og Þórs í 1. deild körfunnar sem fara átti fram í kvöld (föstudaginn 28.2.) hefur verið frestað. Ófært er á milli Akureyrar og Reykjavíkur svo Þórsarar komast ekki á milli. Eftir á að staðfesta nýjan leiktíma en líklegt er að leikurinn verði á mánudag kl. 18:00.

Höttur-Tindastóll, laugardag kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Leik Hattar og Tindastóls í 1. deild körfunnar var frestað þar sem dómarar komust ekki til leiks.  Búið er að koma Stólunum fyrir á Gistihúsinu svo hægt verði að leika á morgun og hefur hann verið settur á kl. 18:30 á laugardegi, 11. janúar.

11. flokkur liðanna lék í kvöld og höfðu Stólarnir betur en okkar drengir stóðu sig vel.

Höttur-Tindastóll, föstudag kl. 20 - FRESTAÐ

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn Tindastóli í körfunni á föstudagskvöld kl. 20.  Höttur hefur unnið þrjá í röð og er í 3. - 5. sæti deildarinnar ásamt Breiðabliki og Fjölni, með 5 sigra og 3 töp.  Þórsarar eru í öðru sæti með einum sigurleik meira en Stólarnir sitja taplausir á toppnum.  Mjög mikilvægur leikur fyrir Hött og tækifæri til vera fyrsta liðið til að vinna Tindastól

LEIKNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ ÞAR SEM FLUGI DÓMARA VAR AFLÝST.

Leikur 11. flokks Hattar gegn Tindastóli sem fara átti fram eftir 1.deildar leikinn verður leikinn kl. 20.

Borði
You are here