Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Tveir naglbítar í íþróttahúsinu

  • Skoða sem PDF skjal

Toppsætiið í 1. deildinni var í boði í kvöld þegar Höttur mætti Fjölni á Egilsstöðum. Leikurinn var jafn allan tímann en Fjölnir komst 7 stigum yfir þegar 5 mín voru til leiksloka. Viðar tók þá leikhlé og okkar menn snéru taflinu við. Fjölnismenn fengu tvær sóknir til að komast yfir í stöðunni 85-84 en Hreinn Gunnar tók frákast eftir seinni sóknina þeirra, brotið á honum og hann innsiglaði sigurinn með því að setja bæði skotin niður á vítalínunni, 87-84. Mirko skoraði mest eða 34 stig. Hann virðist vera eins og gott rauðvín og verður bara betri með aldrinum.

Tölfræði leiksins í kvöld á kki.is: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=undefined&season_id=93701&game_id=3380949#mbt:6-400$t&0=1

Sl. fimmtudag vann Höttur Breiðablik, einnig á Egilsstöðum, 90-87. Sá leikur var ekki síður spennandi. Við leiddum leikinn lengst af en Breiðablik náði 10 stiga forystu í 4. leikhluta þegar um 6 mín. voru eftir. Við náðum líka að snúa þeim leik á lokamínútunum en Aaron var stigahæstur okkar manna með 37 stig.

Fyrir viku síðan, sunnudaginn 20. nóvember, fengum við okkar fyrsta og eina tap í vetur þegar við heimsóttum Valsara á Hlíðarenda. Sá leikur endaði 86-77. Við byrjuðum leikinn vel en lékum illa í seinni hálfleik og Valsarar gengu á lagið og skiluðu okkur fyrsta tapinu í vetur.

Höttur er efst í deildinni og er eina liðið sem eingöngu hefur tapað einum leik. Fjölnir og Valur hafa tapað tveimur og Breiðablik þremur.

Tveir síðustu heimaleikir Hattar voru sendir út á netinu. Við munum halda því áfram og reyna að bæta þá þjónustu en ágætlega gekk að koma leikjunum í loftið. Góð þjónusta við brottflutta Héraðsbúa en það jafnast þó ekkert á við að upplifa spennuleik og svitalykt í íþróttahúsinu.

Höttur áfram í Maltbikarnum

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur fór til Hveragerðis í kvöld og vann Hamar í 32 liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta. Leikurinn endaði 84-91. Höttur leiddi allan leikinn en Hamrarnir voru aldrei langt undan og leikurinn spennandi. Við erum því komin í 16 liða úrslit en dregið verður um mótherja í vikunni. Þrjú Dominos deildar lið féllu úr Bikarnum í 1. umferð; Stjarnan, Njarðvík og Snæfell. Nóg eftir af góðum liðum samt!

Tölfræði leiksins á kki.is: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=205&season_id=93869&game_id=3599731

Tveir sigrar á Ísafirði

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur vann tvo góða sigra á Vestra á Ísafirði um helgina. Góðir sigrar en ekki auðveldir og lið Vestra á eftir að vinna leiki í 1. deild þrátt fyrir slaka byrjun. Fyrri leikurinn var leikinn á laugardegi og fór 69-92. Aaron með sína þriðju tvöföldu þrennu og Mirko stigahæstur með 28 stig í þeim leik. Seinni leikurinn á sunnudegi fór 67-93 og aftur var Mirko stigahæstur með 21 stig en annars var gott framlaga frá mörgum. Leikurinn var í járnum og einungis munaði einu stigi eftir þriðja leikhluta en Höttur tók fjórða leikhluta 9-33 og sigldi sjötta sigrinum á tímabilinu í höfn. Höttur er nú eina taplausa liðið í deildinni. Næsti leikur er gegn Val í Reykjavík 11. nóvember en Valsararnir eru sterkir og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Hægt er að sjá viðtöl sem jakinn.tv. tók eftir leikina: http://www.jakinn.tv/

Tölfræði á kki.is: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=191&season_id=93701&game_id=3380991

Höttur-ÍA 131-70 !!

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur burstaði ÍA í kvöld í körfunni, 131-70. Frábær leikur hjá okkar mönnum en hálfgerður skandall hjá Skagamönnum að mæta til leiks í 1. deild með sjö leikmenn og engan þjálfara.

Um síðustu helgi gerðum við góða ferð í Hveragerði og unnum Hamar 60-87. Mirko var stigahæstur í þeim leik með 31 stig en Raggi skoraði 42 stig í kvöld og Aaron var með þrefalda tvennu. Karfan.is skrifaði um leikinn:

http://karfan.is/read/2016-10-20/ragnar-gerald-med-42-stig-fekk-ad-leika-mer-adeins/

Tölfræði leiksins á KKÍ.is:

http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=undefined&season_id=93701&game_id=3380901

Frábær sigur á FSU 102-71

  • Skoða sem PDF skjal

Fullir áhorfendapallar og frábær sigur í fyrsta heimaleik. Liðið spilaði hraðan og flottan sóknarleik og FSU sá aldrei til sólar. Ragnar Gerald er kominn aftur til Hattar og skoraði mest í kvöld eða 23 stig. Aaron Moss var með þrefalda tvennu - 18 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars lék allt liðið vel og allir tólf leikmenn Hattar komu við sögu í leiknum.

Karfan.is fjallaði um leikinn í kvöld:

http://karfan.is/read/2016-10-10/urslit-hottur-tok-fsu-i-kennslustund/

Tölfræði leiksins á KKI.is:

http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=191&season_id=93701&game_id=3380885#mbt:6-400$t&0=0

Borði
You are here