Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Æfingatímar yngra flokka í körfubolta

  • Skoða sem PDF skjal

Nú eru körfuboltaæfingar yngri flokka byrjaðar. Við hvetjum alla krakka að koma og prófa körfubolta, allir velkomnir að koma og prófa tli 12. september.

alt

Áfram Höttur

Körfuboltatímar veturinn 2017-2018

  • Skoða sem PDF skjal

alt

 

Taylor Stafford til Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Samið hefur verið við Taylor Stafford um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Stafford er 23. ára bandarískur bakvörður sem kemur úr háskólaboltanum þar sem hann lék með WWU Vikings.

Á síðasta ári sínu var Stafford með 24.3 stig, 5.0 fráköst og 3.2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gert er ráð fyrir því að Stafford komi austur á hérað í byrjun september.

Við bjóðum Taylor Stafford velkominn austur í Egilsstaði.

Hér er hægt að sjá smá myndbrot af Stafford í leikjum með WWU Vikings https://www.youtube.com/watch?v=iLFQbykFRyc&t=1s

alt

Samið við Bergþór Ægir

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur hefur samið við Bergþór Ægir Ríkharðsson um að leika með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð.
Bergþór kemur til okkar frá Fjölni og spilaði rúmar 22 mínútur í leik í fyrra og skoraði um 7 stig og tók 4 fráköst að meðaltali í leik.

Við hlökkum mikið til að fá Bergþór austur til liðs við okkur, hann bætist við hópinn ásamt Adam Eið Ásgeirssyni sem samdi við okkur fyrr í sumar.

alt

Mynd frá undirskrift í dag

 

Nú er líka búið að semja við alla þá leikmenn sem léku með okkur í fyrra fyrir utan að það kemur nýr bandarískur leikmaður til okkar. 

Áfram Höttur

Adam Eiður í Hött

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur hefur samið við Adam Eið Ásgeirsson um að leika með liðinu í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 

alt

Adam og Ásthildur formaður eftir undirskriftina í dag

 

Adam lék rúmar 10 mínútur að meðaltali í 21 leik með uppeldisfélagi sínu Njarðvík á síðasta tímabili.

Við bjóðum Adam velkominn til okkar og erum við mjög ánægð með þessa viðbót við liðið, Adam mun flytja austur í lok sumars.

 

Þess má einnig geta að búið er að semja við flest alla leikmenn sem léku með liðinu á síðasta tímabili um áframhald.

Borði
You are here