Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Fréttir

Tveir Íslandsmeistarar í spjótkasti

  • Skoða sem PDF skjal

Nú um helgina var Íslandsmót í frjálsum 15-22 ára haldið á Akureyri. Þrír iðkendur Frjálsíþróttadeildar Hattar tóku þátt á mótinu og urðu tveir þeirra Íslandsmeistarar í spjótkasti. Alls komu keppendurnir þrír heim með 10 verðlaun. Brynjar Gauti Snorrason varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára pilta með 39,43m og Daði Fannar Sverrisson varð Íslandsmeistari í spjótkasti 15 ára pilta með 46,53m. Daði Fannar fékk silfurverðlaun í fjórum greinum, sleggjukasti (41,44m), kringlukasti (40,58m), kúluvarpi (12,51m) og þrístökki (10,60m) og bronsverðlaun í 100m grind (16,78 s). Brynjar Gauti varð annar í 1500m hlaupi á 4,59,51 mín og þriðji í 800m á 2,21,89 mín. Þriðji keppandinn, Örvar Þór Guðnason fékk bronsverðlaun í hástökki en hann stökk 1,83m.  Þessir efnilegu íþróttamenn fá innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur.

Tveir tvöfaldir Unglingalandsmótsmeistarar í frjálsum ~ 19 verðlaun

  • Skoða sem PDF skjal

Hattarkrakkar sýndu glæsilega frammistöðu í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu hér á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina  4 gullverðlaunum, 6 silfurverðlaunum og 9 bronsum, alls 19 verðlaunasætum. Þó ekki hafi allir náð svona langt náðu margir góðum árangri og ýmsir bættu sig í greinum.

Höttur á tvo tvöfalda Unglingalandsmótsmeistara. Þau Daði Fannar Sverrisson og Heiðdís Sigurjónsdóttir, bæði 15 ára, unnu í tveimur greinum hvort. Daði Fannar í spjótkasti með 46,60 m og í hástökki með 1,57 m og Heiðdís í þrístökki með 10,47 m og í 800m á tímanum 2:30,89    

Silfurverðlaun hlutu Hrefna Ösp Heimisdóttir í 600m hlaupi 13 ára stúlkna á tímanum 1:54,08, Helga Jóna Svansdóttir, einnig 13 ára, í þrístökki með 10,03 m, Heiðdís Sigurjónsdóttir í langstökki með 4,90 m og Daði Fannar Sverrisson sem hlaut þrenn silfurverðlaun, þ.e. í langstökki með 5,19 m, í þrístökki með 10,40 m og í kringlukasti með 34,52 m.  

Bronsverðlaun fengu Örvar Þór Guðnason, 18 ára, með þrenn verðlaun, í 100 m á tímanum 12,51, 200 m á tímanum 25,83 og í hástökki með 1,90m, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, 16 ára, í langstökki með 4,52 m, hún varð í 3.-4. sæti í hástökki með 1,37 m. Daði Fannar Sverrisson í kúluvarpi með 12,66 m, Andrés Kristleifsson, 16 ára, í spjótkasti með 41,28 m, Auðbjörg Hulda Þórarinsdóttir, 16 ára, í kringlukasti með 17,70 m og María Lena Heiðarsdóttir, 18 ára, í 100m með tímann 13,68.

  

Íþróttaskóli Hattar fyrir 5-10 ára

  • Skoða sem PDF skjal

Íþróttaskóli Hattar fyrir 5-10 ára börn

Íþróttaskóli Hattar er frá kl. 13-16 mánudaga til fimmtudaga á Vilhjálmsvelli.

Um er að ræða 4 námskeið. 6.-16. júní, 20. júní-30. júní, 4.-14. júlí og 18.-28. júlí.

Á námskeiðunum verður m.a. farið í sund, gönguferðir, frjálsar íþróttir og leiki. Grillveisla verður í lok hvers námskeiðs.

Verð er kr. 9.000 fyrir námskeið en hægt er að kaupa vikunámskeið á kr. 5.000.

Skólastjóri er Viðar Örn Hafsteinsson (865-9530).

Skráning  og greiðsla fer fram á staðnum. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Foreldrafundur Frjálsíþróttadeildar

  • Skoða sem PDF skjal

Næsta mánudag kl. 18 verður í Hettunni haldinn foreldrafundur á vegum stjórnar Frjálsíþróttadeildarinnar. Tilgangur fundarins er að kynna sumarstarfið, þ.e. æfingar og mót, og búningamál.

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar

  • Skoða sem PDF skjal

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar verður haldinn í Hettunni miðvikudagskvöldið 23. febrúar kl. 19:30. Venjuleg aðalfundarstörf.

You are here