Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Fréttir

3 frjálsíþróttamenn í úrvalshópi FRÍ

  • Skoða sem PDF skjal
Þrír frjálsíþróttamenn Hattar hafa á þessu ári náð lágmörkum Frjálsíþróttasambands Íslands sem þarf til að komast í úrvalshóp sambandsins. Það eru þau Daði Fannar Sverrisson í sleggjukasti, Erla Gunnlaugsdóttir í langstökki og Örvar Þór Guðnason í hástökki. Um síðustu helgi hittist úrvalshópur FRÍ í Reykjavík þar sem ungmennin voru frædd um ýmislegt er viðkemur íþróttaiðkuninni og þjálfun. M.a. hélt Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari erindi um sín afrek og leiðina að þeim. Frjálsíþróttaiðkendurnir þrír fá innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur.

Tveir Íslandsmeistarar í spjótkasti

  • Skoða sem PDF skjal

Nú um helgina var Íslandsmót í frjálsum 15-22 ára haldið á Akureyri. Þrír iðkendur Frjálsíþróttadeildar Hattar tóku þátt á mótinu og urðu tveir þeirra Íslandsmeistarar í spjótkasti. Alls komu keppendurnir þrír heim með 10 verðlaun. Brynjar Gauti Snorrason varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára pilta með 39,43m og Daði Fannar Sverrisson varð Íslandsmeistari í spjótkasti 15 ára pilta með 46,53m. Daði Fannar fékk silfurverðlaun í fjórum greinum, sleggjukasti (41,44m), kringlukasti (40,58m), kúluvarpi (12,51m) og þrístökki (10,60m) og bronsverðlaun í 100m grind (16,78 s). Brynjar Gauti varð annar í 1500m hlaupi á 4,59,51 mín og þriðji í 800m á 2,21,89 mín. Þriðji keppandinn, Örvar Þór Guðnason fékk bronsverðlaun í hástökki en hann stökk 1,83m.  Þessir efnilegu íþróttamenn fá innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur.

Tveir tvöfaldir Unglingalandsmótsmeistarar í frjálsum ~ 19 verðlaun

  • Skoða sem PDF skjal

Hattarkrakkar sýndu glæsilega frammistöðu í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu hér á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina  4 gullverðlaunum, 6 silfurverðlaunum og 9 bronsum, alls 19 verðlaunasætum. Þó ekki hafi allir náð svona langt náðu margir góðum árangri og ýmsir bættu sig í greinum.

Höttur á tvo tvöfalda Unglingalandsmótsmeistara. Þau Daði Fannar Sverrisson og Heiðdís Sigurjónsdóttir, bæði 15 ára, unnu í tveimur greinum hvort. Daði Fannar í spjótkasti með 46,60 m og í hástökki með 1,57 m og Heiðdís í þrístökki með 10,47 m og í 800m á tímanum 2:30,89    

Silfurverðlaun hlutu Hrefna Ösp Heimisdóttir í 600m hlaupi 13 ára stúlkna á tímanum 1:54,08, Helga Jóna Svansdóttir, einnig 13 ára, í þrístökki með 10,03 m, Heiðdís Sigurjónsdóttir í langstökki með 4,90 m og Daði Fannar Sverrisson sem hlaut þrenn silfurverðlaun, þ.e. í langstökki með 5,19 m, í þrístökki með 10,40 m og í kringlukasti með 34,52 m.  

Bronsverðlaun fengu Örvar Þór Guðnason, 18 ára, með þrenn verðlaun, í 100 m á tímanum 12,51, 200 m á tímanum 25,83 og í hástökki með 1,90m, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, 16 ára, í langstökki með 4,52 m, hún varð í 3.-4. sæti í hástökki með 1,37 m. Daði Fannar Sverrisson í kúluvarpi með 12,66 m, Andrés Kristleifsson, 16 ára, í spjótkasti með 41,28 m, Auðbjörg Hulda Þórarinsdóttir, 16 ára, í kringlukasti með 17,70 m og María Lena Heiðarsdóttir, 18 ára, í 100m með tímann 13,68.

  

Íþróttaskóli Hattar fyrir 5-10 ára

  • Skoða sem PDF skjal

Íþróttaskóli Hattar fyrir 5-10 ára börn

Íþróttaskóli Hattar er frá kl. 13-16 mánudaga til fimmtudaga á Vilhjálmsvelli.

Um er að ræða 4 námskeið. 6.-16. júní, 20. júní-30. júní, 4.-14. júlí og 18.-28. júlí.

Á námskeiðunum verður m.a. farið í sund, gönguferðir, frjálsar íþróttir og leiki. Grillveisla verður í lok hvers námskeiðs.

Verð er kr. 9.000 fyrir námskeið en hægt er að kaupa vikunámskeið á kr. 5.000.

Skólastjóri er Viðar Örn Hafsteinsson (865-9530).

Skráning  og greiðsla fer fram á staðnum. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Foreldrafundur Frjálsíþróttadeildar

  • Skoða sem PDF skjal

Næsta mánudag kl. 18 verður í Hettunni haldinn foreldrafundur á vegum stjórnar Frjálsíþróttadeildarinnar. Tilgangur fundarins er að kynna sumarstarfið, þ.e. æfingar og mót, og búningamál.

You are here