Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Tveir sigrar á Ísafirði

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur vann tvo góða sigra á Vestra á Ísafirði um helgina. Góðir sigrar en ekki auðveldir og lið Vestra á eftir að vinna leiki í 1. deild þrátt fyrir slaka byrjun. Fyrri leikurinn var leikinn á laugardegi og fór 69-92. Aaron með sína þriðju tvöföldu þrennu og Mirko stigahæstur með 28 stig í þeim leik. Seinni leikurinn á sunnudegi fór 67-93 og aftur var Mirko stigahæstur með 21 stig en annars var gott framlaga frá mörgum. Leikurinn var í járnum og einungis munaði einu stigi eftir þriðja leikhluta en Höttur tók fjórða leikhluta 9-33 og sigldi sjötta sigrinum á tímabilinu í höfn. Höttur er nú eina taplausa liðið í deildinni. Næsti leikur er gegn Val í Reykjavík 11. nóvember en Valsararnir eru sterkir og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Hægt er að sjá viðtöl sem jakinn.tv. tók eftir leikina: http://www.jakinn.tv/

Tölfræði á kki.is: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=191&season_id=93701&game_id=3380991

Höttur-ÍA 131-70 !!

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur burstaði ÍA í kvöld í körfunni, 131-70. Frábær leikur hjá okkar mönnum en hálfgerður skandall hjá Skagamönnum að mæta til leiks í 1. deild með sjö leikmenn og engan þjálfara.

Um síðustu helgi gerðum við góða ferð í Hveragerði og unnum Hamar 60-87. Mirko var stigahæstur í þeim leik með 31 stig en Raggi skoraði 42 stig í kvöld og Aaron var með þrefalda tvennu. Karfan.is skrifaði um leikinn:

http://karfan.is/read/2016-10-20/ragnar-gerald-med-42-stig-fekk-ad-leika-mer-adeins/

Tölfræði leiksins á KKÍ.is:

http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=undefined&season_id=93701&game_id=3380901

Frábær sigur á FSU 102-71

  • Skoða sem PDF skjal

Fullir áhorfendapallar og frábær sigur í fyrsta heimaleik. Liðið spilaði hraðan og flottan sóknarleik og FSU sá aldrei til sólar. Ragnar Gerald er kominn aftur til Hattar og skoraði mest í kvöld eða 23 stig. Aaron Moss var með þrefalda tvennu - 18 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars lék allt liðið vel og allir tólf leikmenn Hattar komu við sögu í leiknum.

Karfan.is fjallaði um leikinn í kvöld:

http://karfan.is/read/2016-10-10/urslit-hottur-tok-fsu-i-kennslustund/

Tölfræði leiksins á KKI.is:

http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=191&season_id=93701&game_id=3380885#mbt:6-400$t&0=0

Fyrsti leikur í körfunni Fjölnir-Höttur 94-96

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltinn er farinn af stað í 1. deildinni og við spiluðum fyrsta leikinn í kvöld gegn Fjölni á þeirra heimavelli í Reykjavík. Strákarnir okkar unnu leikinn 94-96 eftir hörkuspennandi 4. leikhluta. Við leiddum nánasta allan leikinn með um 10 stiga mun en Fjölnir jafnaði og komst yfir þegar þeir settu niður fjóra þrista í röð í 4. leikhluta. Aaron Moss skoraði síðustu stig okkar af vítalínunni og Hreinn Gunnar varði svo síðasta skot Fjölnis. Frábær sigur en í spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir skemmstu var Fjölni spáð efsta sæti deildarinnar, Val var spáð öðru sæti og okkur þriðja. Aaron Moss skoraði 32 stig fyrir Hött og Hreinn Gunnar 18.

Stutt er í fyrsta heimaleik. Hann er gegn FSU næsta mánudag, 10. okt. kl. 18:30. Allir að mæta.

Æfingatafla yngriflokka í körfu

  • Skoða sem PDF skjal

 

alt

You are here