Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Jólafrí í körfuboltanum

  • Skoða sem PDF skjal

Jólafrí verður í körfuboltanum frá föstudeginum 19. des. til sunnudagsins 4. jan.

Æfingar hefjast að nýju mánudaginn 5.jan. 2015

Gleðileg jól !

Körfuboltaæfingar falla niður v. veðurs 14.12.

  • Skoða sem PDF skjal

Allar körfuboltaæfingar sem vera eiga í dag, sunnudaginn 14. desember falla niður vegna veðurs!

Höttur - KFÍ í beinni 12. des. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur hefur farið vel af stað í deildinni og er í efsta sæti með 7 unna leiki og 2 töp.  Hamar og FSU hafa tapað jafnmörgum leikjum en unnið einum færra.  Föstudaginn 12. desember kl. 18:30 spilar Höttur við KFÍ.  Gerð verður tilraun til að sjónvarpa leiknum beint á veraldarvefnum.  Hægt verður að fylgjast með leiknum á slóðinni:

http://www.ustream.tv/channel/hottur-karfa

Við biðjum ykkur að taka viljann fyrir verkið í þessari tilraun en vonandi verður hægt að hafa gaman að.

Höttur fékk Snæfell í bikarnum

  • Skoða sem PDF skjal

Dregið var í 32 liða úrslit Powerade bikarsins í vikunni og fékk Höttur heimaleik á móti Úrvalsdeildarliði Snæfells.  Hólmarar eru með sterkt lið en með þeim spilar m.a. Austin Magnús Bracy sem spilaði með okkur tvö sl. tímabil.

Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 1. nóvember kl. 14.  Nú þurfa allir að fjölmenna á pallana!

Höttur byrjar vel í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur lék um helgina tvo leiki við KFÍ á Ísafirði og vann tvo mjög sterka sigra.  Leikurinn á laugardeginum fór 76-81 eftir að hafa verið jafn allan tímann.  Okkar strákar voru skynsamir og þolinmóðir og lönduðu sigrinum í fjórða leikhluta.  Tobin var stigahæstur með 24 stig en miklu munaði að Viðar raðaði niður þristum á ögurstundu.  Hann skoraði  19 stig.  Hreinn tók mest af fráköstum, 9 stykki. 

Seinni leikurinn vannst 65-70 en þar hafði Höttur frekar undirtökin allan leikinn.  Tobin gertði 34 stig og tók 12 fráköst, Viðar var með 11 stig og Hreinn Gunnar með 8 stig og 9 fráköst.  Það er mjög sterkt að fara til Ísafjarðar og vinna tvo jafna leiki á erfiðum útivelli svo þetta var flott hjá okkar strákum.

Fyrsti leikurinn okkar í 1. deildinni var við Þór á Akureyri og unnum við hann 55-72, svo við erum efstir í 1. deildinni eftir þrjár umferðir með 6 stig.

Við byrjum á fjórum útileikjum í deildinni því 24. október mætum við Val á Hlíðarenda.  Fyrsti heimaleikur Hattar í deildinni verður 7. nóvember þegar við fáum Hamar í heimsókn.  Hamar er, ásamt Hetti, eina taplausa liðið í deildinni núna en þeir hafa leikið tvo leiki en við þrjá.

You are here