Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Lokkahóf körfuboltans 27. mars í Valaskjálf

  • Skoða sem PDF skjal

Það eru allir velkomnir á lokahóf Körfuboltadeildar Hattar föstudaginn 27. mars í Valaskjálf.  Höldum upp á Úrvalsdeildarsætið.

00Lokahof-1

Höttur - Valur á sunnudag kl. 15:30

  • Skoða sem PDF skjal

altaltTvær síðustu helgar hefur Höttur unnið góða sigra, úti á ÍA, 73-83 og heima á Þór, 92-66.  Höttur hefur nú unnið 11 leiki í röð!

Erfiðir leikir eru framundan gegn liðunum í efri hluta deildarinnar.  Höttur leikur gegn Val, sunnudaginn 15. febrúar, kl. 15:30, á heimavelli.  Næstu leikir eru svo gegn Hamri úti og FSU heima.

MÆTUM Á VÖLLINN OG TRYGGJUM OKKUR Á TOPPNUM.

 

Tveir sigrar gegn Blikum

  • Skoða sem PDF skjal

altBreiðablik kom í helgarferð til Egilsstaða og lék tvo leiki við Hött í körfunni.  Fyrri leikinn vann Höttur 88 - 72.  Okkar menn voru þó seinir í gang daginn eftir Þorrablót því Blikar skoruðu 10 fyrstu stig leiksins og leiddu einnig í hálfleik 36 - 39.  Eins og oft áður reyndist þriðji leikhluti okkur drjúgur og munaði þar mestu um góðan varnarleik.  Tobin skoraði flest stig eða 34 en Hreinn Gunnar tók 7 fráköst.

Seinni leikurinn vannst 86 - 72.  Leikurinn var jafn og Breiðablik leiddi um tíma í 3. leikhluta.  Þegar þrjár mínútur voru eftir leiks var staðan 77 - 72 fyrir Hött en Breiðablik skoraði ekki eftir það og Höttur vann að lokum öruggan sigur.  Tobin skoraði 40 stig í þessum leik og tók einnig flest fráköst Hattarmanna.

Tveir seiglusigrar hjá Hetti í tveimur erfiðum leikjum gegn Breiðabliki.  Leikirnir voru harðir og dómararnir höfðu tæpast tök á þeim.  Framkoma leikmanna Breiðabliks í lok beggja leikja var félaginu til mikillar skammar.  Halldór Halldórsson leikmaður Breiðabliks stöðvaði síðustu sókn Hattar í fyrri leiknum með því að hrinda Kristófer Sigurðssyni sem reyndi skot í gólfið.  Eftir langa ráðstefnu dómaranna slapp Halldór með óíþróttamannslega villu.  Samskonar atvik átti sér stað í lok seinni leiksins en þá réðist Breki Gylfason að Ragnari sem reyndi skot og sló hann í andlitið.  Halldór fagnaði liðsfélaga sínum fyrir þetta afrek eins og hann hefði skorað mikilvægustu körfu leiksins en Breki var umsvifalaust rekinn af velli.  Ungt og efnilegt lið Breiðabliks þarf að læra að taka mótlæti!

Næsti leikur Hattar er gegn ÍA á Akranesi 1. febrúar en svo koma heimaleikir gegn Þór þann 6. og Val 15. febrúar.

Jólafrí í körfuboltanum

  • Skoða sem PDF skjal

Jólafrí verður í körfuboltanum frá föstudeginum 19. des. til sunnudagsins 4. jan.

Æfingar hefjast að nýju mánudaginn 5.jan. 2015

Gleðileg jól !

Körfuboltaæfingar falla niður v. veðurs 14.12.

  • Skoða sem PDF skjal

Allar körfuboltaæfingar sem vera eiga í dag, sunnudaginn 14. desember falla niður vegna veðurs!

You are here