Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Blóðug barátta þegar Höttur vann Þór

  • Skoða sem PDF skjal

Hann var æði skrautlegur leikurinn þegar við slóum Þór frá Akureyri út í úrslitakeppni 1. deildar.  Leikurinn endaði 79-78 fyrir Hött og einvígi liðanna þar með 2-0 fyrir Hetti.  Gerald Robinson lenti í samstuði við Bjössa Ben (sem áður lék með Hetti) og fékk skurð á augabrúnina og 7 spor hjá Óttari lækni eftir leik.  Þórsarar leiddu megnið af leiknum en okkar menn áttu frábæra endurkomu í 4. leikhluta og kláruðu leikinn og þar með einvígið.  Þórsarar reyndu að sækja villu og komast á vítalínuna í sinni lokasókn en góð vörn hjá okkur kom í veg fyrir það.  Austurfrétt fjallaði um leikinn:  http://www.austurfrett.is/sport/1631-vidhar-oern-ef-thetta-er-400-metra-hlaup-tha-eru-200-metrar-eftir-og-grindur-a-leidhinni

Við leikum gegn Fjölni eða Breiðabliki í úrslitum en staðan í því einvígi er 1-1.  Fyrsti leikurinn fer fram þriðjudaginn 1. apríl en það fer eftir því hver andstæðingurinn verður hvort Höttur fær heimaleikjarrétt.

Höttur - Þór, þriðjudag kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Nú þurfa allir að mæta í Íþróttamiðstöðina og hvetja Hött í úrslitakeppninni um sæti í Úrvalsdeild!

Sigur á Þór í fyrsta leik í úrslitakeppninni

  • Skoða sem PDF skjal

Fyrsta leik í úrslitakeppni Hattar og Þórs A. sem fara átti fram á föstudag var frestað til sunnudags vegna ófærðar. Á sunnudegi braust Hattarliðið af milkul harðfylgi yfir öræfin og tók sú ferð vel á sjöundu klukkustund.  Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, fór fyrir fámennri en góðmennri stuðningssveit og fylgdi sínu liði til Akureyrar.

Höttur vann leikinn 84-72 og leiðir þar með 1-0 í einvígi liðanna.  Höttur komst í 0-8 í upphafi leiks og lét forystuna aldrei af hendi eftir það.  Mjög góður liðssigur hjá Hetti en Austin skoraði 22 stig og Hreinn Gunnar var mjög öflugur í vörn og sókn og gerði 20 stig.

Leikur númer tvö í rimmunni við Þór er þriðjudaginn 25. mars kl. 18:30 á Egilsstöðum.  Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki heldur áfram og mætir því liði sem vinnur einvígi Fjölnis og Breiðabliks en þar leiða Fjölnismenn 1-0 eftir sigur í fyrsta leik.

Höttur í umspil um sæti í Úrvalsdeild

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur lenti í 4. sæti 1. deildar körfuboltans og fer þar með í fjögurra liða umspil um sæti í Úrvalsdeild.  Tindastóll vann deildina og fer því beint upp í Úrvalsdeild en fjögur næstu lið urðu Fjölnir, Þór A., Höttur og Breiðablik og keppa þau um annað laust sæti.  Höttur var í baráttu um annað sætið við Fjölni og Þór og hefði haldið því með sigri á Tindastól í síðustu umferð en það gekk ekki eftir.  Höttur mætir Þór í úrslitakeppninni.

Höttur - Þór Akureyri í dag kl. 18:00

  • Skoða sem PDF skjal

Leikurinn við Þór, sem frestað var sl. föstudag, verður leikinn í dag, mánudag, kl. 18:00.

Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið þar sem þau berjast um 2.-4. sæti deildarinnar.  Þór er sem stendur í 2. sæti og Höttur í 3.  Bæði lið eru nú þegar örugg í úrslitakeppni um laust sæti í Úrvalsdeild en sæti í deildinni ræður heimaleikjarétti í úrslitakeppninni.

You are here