Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Dregið í Poweradebikarnum - Höttur fékk bikarmeistarana

  • Skoða sem PDF skjal

Dregið var í 32 liða úrslitum Powerade bikarsins, Bikarkeppni KKÍ, á dögunum.  Það verður boðið upp á alvörukörfuboltaleik á Egilsstöðum því Höttur fékk heimaleik gegn ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar.  Stjarnan fór líka alla leið í úrslitarimmu Íslandsmótsins í fyrra svo við erum að fá eitt besta körfuboltalið landsins í heimsókn.

Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fimmtudaginn 31. október kl. 18:30.

Tap og sigur í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur tapaði fyrsta heimaleiknum á leiktíðinni gegn FSU.  Leikurinn var mjög jafn og gerði FSU út um hann með síðustu körfunni á lokasekúndu leiksins.  Austurfrétt fjallaði um leikinn: http://www.austurfrett.is/sport/905-koerfubolti-fsu-lagdhi-hoett-a-lokasekundunni.

Síðasta föstudag lékum við síðan gegn Fjölni á þeirra heimavelli en Fjölnir féll úr Úrvalsdeild á síðustu leiktíð og eru erfiðir heim að sækja.  Okkar menn gerður sér þó lítið fyrir og unnu sinn fyrsta leik í deildinni, 83-90.  Leikurinn var jafn en Hattarliðið spilaði vel og innbyrti sanngjarnan sigur.

Næsti leikur í deildinni er heimaleikur gegn Hamri 8. nóvember.

Fyrsti heimaleikurinn í körfunni á föstudag

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur fyrsta heimaleik sinn í 1. deild körfuboltans nk. föstudag.  Leikið verður við FSU og hefst leikurinn kl. 18:30, föstudaginn 18.10.  Heimaleikir Hattar hafa nú verið færðir frá fimmtudegi á föstudag og vonumst við til að áhorfendur fylki liði í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Miðaverð á leiki verður 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir ME nema og frítt fyrir börn (m.v. grunnskólaaldur).  Ársmiðar á alla níu heimaleiki Hattar verða til sölu á 5.000 kr.  Leikmenn meistaraflokks munu jafnframt ganga í hús og selja ársmiða og vonum við að þeim verði vel tekið.

Gott undirbúningstímabil en tap í fyrsta leik í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Íslandsmótið í 1. deild í körfubolta hófst um síðustu helgi.  Höttur spilaði þá erfiðan útileik við Breiðablik og tapaði leiknum 80-72.  Leikurinn þróaðist ágætlega þangað til um 5 mín. voru til leiksloka en þá var staðan 61-71 fyrir Hött.  Á síðustu mínútunum snerist leikurinn við og Blikarnir sigu fram úr.  Austin Magnús Bracey var stigahæstur hjá Hetti.

Hattarliðið mætir vel undirbúið til leiks á mótinu.  Átta leikir voru spilaðir á undirbúningstímabilinu og unnust sex þeirra en tveir töpuðust.  Höttur vann Greifamótið á Akureyri en þar spiluðu líka KFÍ, FSU og Þór.  Höttur vann alla sína leiki þ.á.m. KFÍ sem leikur í Úrvalsdeild.  Höttur spilaði við fleiri Úrvalsdeildarlið í undirbúningnum, vann Grindavík og Snæfell en tapaði fyrir Njarðvík.

Hattarliðið er lítið breytt frá síðustu leiktíð.  Frisco Sandidge og Austin Magnús Bracey leika aftur með liðinu, Kristinn Harðarson hefur lagt skóna á hilluna í bili (þó hann hafi líklega aldrei verið í betra formi) og Hreinn Gunnar Birgisson hefur gengið til liðs við okkur frá Tindastóli og styrkir liðið.

Páskaspurningakeppni Körfuboltadeildar

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltadeildin stóð fyrir spurningakeppni fyrirtækja yfir páskana.  25 lið kepptu í bar svar keppni (pub quiz) á Kaffi Egilsstöðum og fjögur efstu í nk. Útsvars úrslitakeppni sem fram fór laugardaginn fyrir páskadag í sal Egilsstaðaskóla.  Þau fjögur lið sem kepptu til úrslita voru lið Landsbankans, Bíamálunar, Launafls og Blakdeildar Hattar.  Það voru svo Launaflsmenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar.  Spurningaljónið Stefán Bogi Sveinsson sá um framkvæmdina og fórst það að vonum vel úr hendi.  Keppninni var vel tekið og vill körfuboltadeildin þakka fyrir góðar undirtektir.  Aðrar deildir sýndu félagsandann í verki og mættu með lið til leiks.alt

You are here