Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Uppskeruhátíð körfuboltans, 31, maí, kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Uppskeruhátíð yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Hattar fer fram fimmtudaginn 31. maí kl. 18:30 í íþróttahúsinu.  Veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og borðuð kaka.  Allir iðkendur og aðstandendur eru hvattir til að mæta og setja punktinn yfir i-ið eftir gott körfuboltatímabil.

Formlegum körfuboltaæfingum yngri flokka fyrir yfirstandandi tímabil lýkur eftir lokahófið.  Til stendur þó að bjóða upp á einhverjar sumaræfingar og verða þær auglýstar fljótlega.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar, 24.4., kl. 18:00

  • Skoða sem PDF skjal

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Hattar verður haldinn í Hettunni þriðjudaginn 24.4. kl. 18:00 (ath. kl. 18 eins og auglýst var í Dagskránni en ekki kl. 20 eins og segir í annarri frétt á heimasíðu Hattar).

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar

  • Skoða sem PDF skjal

httur082

Lokahóf meistaraflokks körfuknattleiksdeildar verður haldið í Gistihúsinu Egilsstöðum föstudaginn 23. mars.  Hófið hefst kl. 19 og borðhald kl. 20.  Leikmenn meistaraflokks, 11. flokks og stúlknaflokks eru velkomnir og allir velunnarar deildarinnar.  Glæsilegur þriggja rétta matseðill að hætti Gistihússins verður í boði gegn vægu verði, 4.900 kr. á mann.

Tilvalið tækifæri að samgleðjast með liðinu, kveðja Mike og Trevon og borða góðan mat!  Allir eru velkomnir en beðnir að skrá sig hjá Hafsteini í netfangi Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 8445334 í síðasta lagi á fimmtudag.

Höttur lauk Íslandsmótinu með sóma

  • Skoða sem PDF skjal

Seinni leikurinn gegn Skallagrími í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar KKÍ tapaðist í kvöld með 77 stigum gegn 88.  Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Skallagrímsmenn undirtökunum í 3. leikhluta og þrátt fyrir góða atlögu okkar manna í lokin lönduðu Borgnesingar sigri og þar með sæti í úrslitum.  Fjölmargir áhorfendur mættu í íþóttahúsið og studdu liðið vel.

Með leiknum í kvöld lauk Höttur keppni í 1. deild KKÍ á þessu tímabili.  Liðið getur borið höfuðið hátt eftir ágætt tímabil.  Höttur lenti í 4. sæti deildarinnar eftir harða keppni um 2. sætið.  Besti árangur liðsins í mörg ár og sæti í úrslitakeppninni gaf vonir um Úrvalsdeildarsæti.  Það tókst ekki í þetta sinn en liðið er ungt og reynslunni ríkari eftir tímabilið.

Margir stuðningsaðilar hafa staðið við bakið á liðinu á tímabilinu og er þeim þakkaður stuðninginn.  Áhorfendum fjölgaði líka á pöllunum í vetur og sýndu liðinu góðan stuðning, sem er ómetanlegt.  Allt á réttri leið í körfunni!

Úrslitakeppni 1. deildar sunnudag kl. 18

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur mætir Skallagrími í úrslitakeppni um sæti í Úrvalsdeild, sunnudaginn 18. mars kl. 18:00.  Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslitaviðureign gegn Hamri eða ÍA sem einnig mætast í undanúrslitum.  Skallagrímur vann fyrsta leikinn í Borgarnesi í hörkuleik 105-99 svo nú er að duga eða drepast.

Fyllum pallana og styðjum okkar lið.

You are here