Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Íslandsmót 11. flokks. Túrnering á Egilsstöðum

  • Skoða sem PDF skjal

3. túrnering í Íslandsmóti 11. flokks, B-riðli, fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum um helgina.  Fimm lið voru skráð til leiks; Höttur, Valur, Haukar, Tindastóll og FSU-Hrunamenn.  FSU-Hrunamenn mæta ekki til leiks þar sem það er svo dýrt að koma til Egilsstaða.  Leikir á laugardegi:

13:30  Höttur - Valur  48 - 43

16:30  Valur - Tindastóll  48 - 60

18:30  Haukar - Höttur  35 - 55

Leikir á sunnudegi:

10:00  Tindastóll - Haukar  40 - 34

12:00  Haukar - Valur  43 - 47

13:30  Höttur - Tindastóll  58 - 46

Höttur vann alla sína leiki og leikur síðustu umferð Íslandsmótsins þar með í A-riðli þar sem leikið verður um sæti í úrslitakeppni mótsins.

Höttur - ÍA, 26. jan. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn ÍA í 1. deild Íslandsmótsins fimmtudaginn 26. janúar kl. 18:30 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Hattarliðið byrjaði mótið með fimm sigrum en nú er að baki sex leikja taphrina.  Mikilvægt er að komast aftur í gang og ná sigri gegn ÍA.  Hattarliðið á ennþá góða möguleika á að komast í úrslitakeppni um sæti í Úrvalsdeild en lið númer 2 - 5 í deildinni munu keppa um laust sæti þar.  Efsta liðið í 1. deild fer beint upp og Ísfirðingar eru langleiðina búnir að tryggja sér það sæti en að öðru leyti er deildin jöfn og mörg lið eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni.

Staðan í 1. deildinni er þannig:  KFÍ 24 stig/13 leikir, Skallagrímur 16/11, Breiðablik 14/12, Hamar 12/11, ÍA 12/11, Höttur 10/11, Þór A 10/12, FSU 8/12, ÍG 8/13, Ármann 4/12.

Höttur - FSU, þri. 17.1., kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal
Höttur leikur gegn FSU í 1. deild körfubolta í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum nk. þriðjudag.  Leiknum er flýtt um tvo daga vegna þorrablóts á Egilsstöðum!  Síðasti leikur gegn FSU vannst með flautukörfu á Selfossi svo von er á spennandi leik!

Æfingar körfubolta yfir jólin

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltaæfingar yngri flokka körfubolta verða þannig yfir jólin:

Minnibolti: Jólafrí sömu dagar og skólafrí

8. og 9. flokkur: 22.12. kl. 17-19, 27.12. kl. 11-12, 28.12 kl. 9-10 og 30.12. kl. 9-10

11. flokkur, meistaraflokkur og stelpur æfa saman.  11. flokkur og stelpur eru líka velkomnar á sömu tímum og 8. og 9. flokkur.

Tvö töp fyrir KFÍ

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur lék báða leiki Íslandsmótsins gegn KFÍ um helgina á Egilsstöðum.  Báðir leikirnir töpuðust og Ísfirðingarnir þar með einir og langefstir á toppnum. 

KFÍ var sterkara í fyrri leiknum og vann hann 75-91. Skotanýtingin skildi liðin að í þessum leik þar sem Ísfirðingar röðuðu niður þriggja stiga skotum á meðan okkar menn hittu ekki vel.

Seinni leikurinn var æsispennandi en endaði 99-95 eftir mikla baráttu á lokamínútunum. Við fengum ágæt tækifæri til að komast yfir í lokin en það tókst ekki í þetta sinn. Michael Sloan var stigahæsti leikmaður Hattar í báðum leikjum.

Þrátt fyrir ósigrana erum við í góðri stöðu í deildinni í fjórða sæti með 10 stig eftir átta leiki. Næsta verkefni er bikarleikur gegn KR-b fyrir sunnan um næstu helgi.

You are here