Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

HÖTTUR-ÁRMANN fimmtud. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn Ármanni í 1. deild körfubolta fimmtudaginn 10. nóvember kl. 18:30.  Höttur er með 4 stig eftir 3 leiki og hefur unnið tvo síðustu leiki, báða á útivelli, gegn Hamri og FSU.

150 manns mættu á síðasta heimaleik. Gerum enn betur núna.

Sigur í öðrum taugatrylli á Suðurlandi

  • Skoða sem PDF skjal

Vegna bilunar í leikklukku í íþróttahúsinu var leikur Hattar og FSU færður á Selfoss og leikinn í kvöld, sunnud.  Eins og um síðustu helgi í Hveragerði var leikurinn á Selfossi æsispennandi fram á síðustu sekúndu.  Taugarnar virðast vera í lagi hjá okkar mönnum því við náðum aftur að knýja fram sigur með síðustu körfu leiksins.  Michael Sloan skoraði tveggja stiga körfu 76-74 þegar 10 sek. voru eftir og þar við sat þar sem þriggja stiga skot FSU geigaði í síðustu sókn leiksins. Stigahæstir í kvöld voru Bjarki með 16 stig, Trevon m. 15 og Andrés og Eysteinn m. 12 stig hvor.  Ánægjulegt að sjá dreifða stigaskorun í okkar liði en Michael Sloan hafði hægt um sig í þessum leik.

Næsti leikur okkar er á heimavelli gegn Ármanni, fimmtudaginn 10.11., kl. 18:30 - ef ný klukka verður komin í húsið en bæjaryfirvöld hafa brugðist skjótt við og búið er að panta leikklukku þar sem sú gamla hefur verið dæmd ónýt.

 

 

 

Höttur-FSU, 27.10. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn FSU í 3. umferð 1. deildar, í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, fimmtudaginn 27.10. kl. 18:30.  FSU hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, en báðum naumlega, gegn ÍG og KFÍ.

150 sáu fyrsta leik Hattar og nú fyllum við pallana.  Yngri flokkar körfuboltadeildarinnar verða með veitingasölu í íþróttahúsinu.

Aðgöngumiðaverð er 800 kr. fyrir fullorðinn og 400 kr. fyrir ME nema en frítt fyrir grunnskólanema.  Ársmiði á heimaleiki Hattar í 1. deildinni kostar 5.000 kr.

Flautukörfusigur í Hveragerði

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur tapaði fyrsta leik Íslandsmótsins í 1. deild körfuboltans gegn Skallagrími, 72-83. Borgnesingar höfðu betur í sveiflukenndum leik þar sem Höttur náði 15 stiga forystu í fyrri hálfleik.  Góð stemning var í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og 150 áhorfendur sáu leikinn.

Í kvöld lék Höttur gegn Hamri í Hveragerði, sem féll úr Úrvalsdeild á síðasta tímabili. Leikurinn var æsispennandi en Höttur vann 76-73 eftir þriggja stiga körfu Michael Sloan á síðustu sekúndu leiksins. Okkar menn tóku innkast þegar 1,5 sekúnda var eftir, komu boltanum á Michael sem skoraði sigurkörfuna með skoti 2 m. fyrir aftan þriggja stiga línuna. Í sókninni á undan höfðu Hamarsmenn tekið boltann inn á þegar 4,5 sekúndur voru eftir og tókst þá að jafna leikinn. Frábær sigur hjá okkar mönnum á erfiðasta útivelli deildarinnar!  Michael Sloan var stigahæstur Hattar í báðum leikjum með 45 stig gegn Skallagrími og 32 stig gegn Hamri.

Ungt lið og tveir erlendir leikmenn í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Tveir erlendir leikmenn eru komnir til Hattar í körfuboltanum. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Michael Sloan og Trevon Bryant. Michael er 1,96 m. á hæð og Trevon er 2,09. Báðir léku í bandarísku UBA deildinni í sumar en hafa einnig reynslu frá S-Ameríku og Trevon hefur leikið í Búlgaríu og Japan.

Tveir íslenskir leikmenn hafa komið til liðsins, þeir Bjarki Oddsson sem í fyrra lék með Þór Akureyri og Frosti Sigurðsson sem áður hefur leikið með Hamri. Allir nýju leikmennirnir styrkja hópinn verulega en annars samanstendur liðið af ungum leikmönnum Hattar og strákarnir úr bikarmeistaraliði 10. flokks frá í fyrra munu nú einnig gegna mikilvægum hlutverkum í meistaraflokknum

You are here