Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

4. sigurinn í röð

  • Skoða sem PDF skjal

Góður útisigur vannst í kvöld á Þórsurum á Akureyri, 74-84. Við lögðum grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta sem við unnum 14-28 og eftir það hélst munurinn 8 til 14 stig. Gott framlag frá öllum í kvöld en Mike skoraði 23 stig, Trevon 18, Andrés 12 og Viðar 11. Við fráköstuðum betur en Þórsarar í þessum leik en Trevon tók 11, Mike 10 og Viðar 8. Kristinn kom funheitur inn þegar Trevon fór út af með 5 villur og skoraði 8 stig og tók 6 fráköst.  Þórsarar hafa tapað sex leikjum en þeir hafa nýlega styrkt sitt lið með tveimur útlendingum og hafa tapað tveimur leikjum eftir framlengingu. Þeir eiga eftir að vinna leiki.

Næsti leikur okkar er heima gegn ÍG, 24. nóvember.  2. og 3. desember verður körfuboltaveisla á Egilsstöðum en þá tökum við báða leikina gegn KFÍ (útileikurinn fluttur heim).

Höttur-Ármann 93-77

  • Skoða sem PDF skjal

Góður sigur á Ármenningum í kvöld 93-77. Við leiddum með 18 stiga mun í hálfleik og þrátt fyrir að leikurinn hafi verið sveiflukenndur og Ármenningar hafi komist inn í leikinn var sigurinn aldrei í hættu.  Mike var stigahæstur með 33 stig, Trevon 21 og Andrés 11.  Nökkvi Óskarsson skoraði sín fyrstu stig í 1. deild, kom inn á í lokin og smellti niður góðum þristi.  Fyrsti heimasigurinn á tímabilinu og þrír sigrar í fyrstu fjórum leikjunum er góð byrjun á mótinu fyrir Hött.

Næsti leikur er útileikur á Akureyri föstudaginn 18.11. gegn Þór.

 

HÖTTUR-ÁRMANN fimmtud. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn Ármanni í 1. deild körfubolta fimmtudaginn 10. nóvember kl. 18:30.  Höttur er með 4 stig eftir 3 leiki og hefur unnið tvo síðustu leiki, báða á útivelli, gegn Hamri og FSU.

150 manns mættu á síðasta heimaleik. Gerum enn betur núna.

Sigur í öðrum taugatrylli á Suðurlandi

  • Skoða sem PDF skjal

Vegna bilunar í leikklukku í íþróttahúsinu var leikur Hattar og FSU færður á Selfoss og leikinn í kvöld, sunnud.  Eins og um síðustu helgi í Hveragerði var leikurinn á Selfossi æsispennandi fram á síðustu sekúndu.  Taugarnar virðast vera í lagi hjá okkar mönnum því við náðum aftur að knýja fram sigur með síðustu körfu leiksins.  Michael Sloan skoraði tveggja stiga körfu 76-74 þegar 10 sek. voru eftir og þar við sat þar sem þriggja stiga skot FSU geigaði í síðustu sókn leiksins. Stigahæstir í kvöld voru Bjarki með 16 stig, Trevon m. 15 og Andrés og Eysteinn m. 12 stig hvor.  Ánægjulegt að sjá dreifða stigaskorun í okkar liði en Michael Sloan hafði hægt um sig í þessum leik.

Næsti leikur okkar er á heimavelli gegn Ármanni, fimmtudaginn 10.11., kl. 18:30 - ef ný klukka verður komin í húsið en bæjaryfirvöld hafa brugðist skjótt við og búið er að panta leikklukku þar sem sú gamla hefur verið dæmd ónýt.

 

 

 

Höttur-FSU, 27.10. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn FSU í 3. umferð 1. deildar, í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, fimmtudaginn 27.10. kl. 18:30.  FSU hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, en báðum naumlega, gegn ÍG og KFÍ.

150 sáu fyrsta leik Hattar og nú fyllum við pallana.  Yngri flokkar körfuboltadeildarinnar verða með veitingasölu í íþróttahúsinu.

Aðgöngumiðaverð er 800 kr. fyrir fullorðinn og 400 kr. fyrir ME nema en frítt fyrir grunnskólanema.  Ársmiði á heimaleiki Hattar í 1. deildinni kostar 5.000 kr.

You are here