Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Karfan byrjar 8. september

  • Skoða sem PDF skjal
Körfuboltaæfingar yngri flokka hefjast 8. september. Viðar Örn Hafsteinsson þjálfar 11. flokk og Frosti Sigurðsson þjálfar aðra yngri flokka.  Æfingatafla og nánari upplýsingar verða birtar í vikunni hér á heimasíðu Hattar.

Uppskeruhátíð körfubolta

  • Skoða sem PDF skjal

Uppskeruhátíð yngri flokka körfuboltadeildar verður haldin í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 12. maí kl. 19.

Dagskrá:

  • Ávarp formanns
  • Veittar viðurkenningar
  • Leikir og sprell, barna og fullorðinna
  • Kaka og svali og óvænt gjöf fyrir alla iðkendur

 

Hlökkum til að sjá sem flesta, iðkendur og aðstandendur.

Bikarmeistararnir í undanúrslit Íslandsmótsins

  • Skoða sem PDF skjal

Síðasta túrnering Íslandsmótsins hjá 10. flokki körfu fór fram í Garðabæ um helgina.  Höttur tryggði þar sæti sitt í undanúrslitum.  Leikir gegn KR, Stjörnunni og Njarðvík töpuðust en sigur gegn Þór Þorlákshöfn tryggði sætið.  Undanúrslitin fara fram 16. apríl og þar munum við mæta fjandvinum okkar úr bikarúrslitaleiknum, Stjörnunni, en í hinum leiknum mætast KR og Njarðvík.

Úrslit Íslandsmótsins verður ekki síðasta verkefni 10. flokks í vetur því í páskavikunni fara þeir á Århus basketball festival í Danmörku.  Mótið er haldið af sterkasta körfuboltaliði Danmerkur, Bakken Bears, og þar munu 110 lið frá átta þjóðlöndum etja kappi.  Spennandi verkefni fyrir strákana í lokin á góðu tímabili.

7. flokkur í mikilli framför

  • Skoða sem PDF skjal

Um helgina fór fram túrnering hjá 7. flokki í körfubolta í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.  Auk Hattar voru ÍA, Valur og Ármann mætt til leiks.  Hattarstrákarnir stóðu sig mjög vel og unnu örugga sigra á Val og ÍA en töpuðu naumlega fyrir Ármanni.  Höttur vann þó riðilinn vegna reglna um að mæta með fullt lið til leiks og nota alla leikmenn.  Flottur árangur hjá 7. flokknum sem vinnur sig þar með upp um riðil en liðið hefur tekið miklum framförum í vetur.

HÖTTUR BIKARMEISTARI!!!

  • Skoða sem PDF skjal

  10. flokkur Hattar íkörfubolta varð í dag Bikarmeistari KKÍ eftir æsispennandi úrslitaleik við Stjörnuna.  Við unnum 64 - 61 í hörkugóðum og spennandi körfuboltaleik.

Eysteinn Bjarni Ævarsson, Hetti, var valinn maður leiksins af dómnefnd en hann skoraði 22 stig og tók 19 fráköst.  Allt liðið lék vel og Viðar Örn þjálfari á hrós skilið fyrir góðan undirbúning.

"Nýr kafli í körfuboltasögunni" sagði formaður KKÍ þegar hann afhenti Bikarinn.

Góð umfjöllun og myndir er á http://www.karfan.is og á http://www.austurglugginn.is.

Myndir með frétt fengnar að láni frá Austurglugganum.

Til hamingju Höttur!

You are here