Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Góður sigur gegn Laugdælum

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur vann mikilvægan sigur á Laugdælum í 1. deild körfu, 87-80, í síðustu viku.  Liðið er þá með 10 stig í 7. sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir.  Stigahæstir í okkar liði voru Viðar með 22 stig og Omar Khanani með 21.

Ath. að ágæt umfjöllun er um þennan leik og aðra á www.karfan.is.

Tveir síðustu leikir Hattar í 1. deildinni á þessu tímabili eru gegn Breiðabliki 25.2. í Smáranum og gegn Þór Akureyri 4.3. heima.

10. flokkur körfu í Bikarúrslit

  • Skoða sem PDF skjal

10. flokkur körfu vann Stjörnuna-b í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í gær.  Leikurinn endaði 49 - 34 og var sigurinn nokkuð öruggur.  Í hinum undanúrslitaleiknum vann a-lið Stjörnunnar KR svo við munum aftur mæta þeim bláklæddu í úrslitaleiknum.  Síðast þegar við mættum Stjörnunni leiddum við með 9 stigum í hálfleik en töpuðum leiknum 62 - 66.  Snúum því við í Bikarúrslitaleiknum sem fram fer í Laugardalshöll um næstu helgi.

Þetta er frábær árangur hjá 10. flokknum og nú förum við bara suður og sækjum dolluna.

Toppkörfubolti í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum 12.-13. feb

  • Skoða sem PDF skjal

10. flokkur drengja í körfubolta leikur 3. túrneringu vetrarins helgina 12.-13. febrúar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. 10. flokkurinn er í A-riðli eða efsta riðli Íslandsmótsins og leikur því í hópi sterkustu liða 10. flokks.  Höttur, KR, Stjarnan, Njarðvík og Fjölnir leika í A-riðli þessa helgi.  Túrneringin hefst kl. 13:30 á laugardeginum og aftur kl. 9:00 á sunnudeginum.  Leikjaplan Hattar er þannig:

Lau. kl. 14:45 gegn KR

Lau. kl. 17:15 gegn Stjörnunni

Sun. kl. 9:00 gegn Fjölni

Sun. kl. 12:45 gegn Njarðvík

Frábært tækifæri til að sjá góðan körfubolta.  Allir að mæta í Íþróttamiðstöðina!!

7. flokkur leikur einnig í túrneringu um þessa helgi, á Akureyri.

Annar erlendur leikmaður til Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Annar erlendur leikmaður er væntanlegur til körfuboltaliðs Hattar í vikunni.  Hann heitir Nicholas Kenrick Paul, er breskur, 21 árs og 197 cm. á hæð.  Tilfinnanlega hefur vantað hæð í Hattarliðið en með tilkomu Nikulásar mun Kiddi kerskálastjóri e.t.v. fá að hvíla sig í nokkrar mínútur í hverjum leik.  Mikið hefur mætt á honum undir körfunni og í síðasta leik var skarð fyrir skyldi þegar Kristinn vantaði í framlenginguna eftir að hafa fengið 5 villur, allar mjög ósanngjarnt.  Nicholas mun spila sinn fyrsta leik með Hetti gegn Leikni á morgun, 21. október.

You are here