Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Toppkörfubolti í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum 12.-13. feb

  • Skoða sem PDF skjal

10. flokkur drengja í körfubolta leikur 3. túrneringu vetrarins helgina 12.-13. febrúar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. 10. flokkurinn er í A-riðli eða efsta riðli Íslandsmótsins og leikur því í hópi sterkustu liða 10. flokks.  Höttur, KR, Stjarnan, Njarðvík og Fjölnir leika í A-riðli þessa helgi.  Túrneringin hefst kl. 13:30 á laugardeginum og aftur kl. 9:00 á sunnudeginum.  Leikjaplan Hattar er þannig:

Lau. kl. 14:45 gegn KR

Lau. kl. 17:15 gegn Stjörnunni

Sun. kl. 9:00 gegn Fjölni

Sun. kl. 12:45 gegn Njarðvík

Frábært tækifæri til að sjá góðan körfubolta.  Allir að mæta í Íþróttamiðstöðina!!

7. flokkur leikur einnig í túrneringu um þessa helgi, á Akureyri.

Annar erlendur leikmaður til Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Annar erlendur leikmaður er væntanlegur til körfuboltaliðs Hattar í vikunni.  Hann heitir Nicholas Kenrick Paul, er breskur, 21 árs og 197 cm. á hæð.  Tilfinnanlega hefur vantað hæð í Hattarliðið en með tilkomu Nikulásar mun Kiddi kerskálastjóri e.t.v. fá að hvíla sig í nokkrar mínútur í hverjum leik.  Mikið hefur mætt á honum undir körfunni og í síðasta leik var skarð fyrir skyldi þegar Kristinn vantaði í framlenginguna eftir að hafa fengið 5 villur, allar mjög ósanngjarnt.  Nicholas mun spila sinn fyrsta leik með Hetti gegn Leikni á morgun, 21. október.

Höttur - KR í bikarnum, 4. nóvember

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur dróst á móti KR í 32 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta.  KR-ingar eru með feykilega sterkt lið og er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Úrvalsdeild á þessari leiktíð.  Höttur fékk heimaleik og það er ljóst að KR-inga bíður mjög erfitt verkefni að eiga við ógnarsterkt Hattarlið fyrir fullu húsi brjálaðra áhorfenda í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.  Leikurinn fer fram 4. nóvember nk.

Nú verða allir að mæta og sjá frábæran körfubolta á Egilsstöðum.  Athugið að miðaverð á leiki í bikarkeppninni er fast, 800 kr. á fullorðinn, eða aðeins hærra en tombóluverð Hattar á aðra heimaleiki liðsins.

Tvíframlengdur leikur gegn Ármanni

  • Skoða sem PDF skjal

Það þurfti að tvíframlengja gegn Ármanni í dag til að knýja fram úrslit og þau urðu því miður 69-67 Ármenningum í vil. Staðan var 54-54 eftir venjulegan leiktíma og 62-62 eftir fyrri framlengingu. Við leiddum með tíu stiga mun í fjórða leikhluta en Ármenningum tókst að jafna með skoti á síðustu sekúndu leiksins. Við höfðum afar góð tækifæri til að klára leikinn bæði í venjulegum leiktíma og fyrri framlengingu en það tókst ekki og tapið svekkjandi. Liðið spilaði skynsamlega mestan tíma leiksins og vörnin var góð en skotanýtingin var slök. Næsti leikur er heima gegn Leikni næsta fimmtudag.

Naumt tap gegn Skallagrími

  • Skoða sem PDF skjal

Fyrsti leikur Íslandsmótsins gegn Skallagrími tapaðist naumlega 70 - 76. Hattarar komust einu stigi yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Skallagrímur var sterkari á endasprettinum. Danny Terrell og Viðar Örn voru atkvæðamestir hjá Hetti, Danny skoraði 25 stig, Viðar skoraði 22 stig og tók 9 fráköst. Fyrir utan Bandaríkjamanninn Danny Terrell er Hattarliðið nú eingöngu skipað heimamönnum. Byrjunin hjá Danny lofaði góðu og liðið sýndi góða takta í jöfnum og spennandi leik.

Næsti leikur Hattar er gegn Ármanni 17.10. í Reykjavík og svo gegn Leikni 21.10. heima.

You are here