Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Fyrsti heimaleikurinn við Skallagrím

  • Skoða sem PDF skjal

Fyrsti leikur mfl. karla í 1. deild í körfubolta á þessari leiktíð er við Skallagrím frá Borgarnesi.  Leikurinn er heimaleikur Hattar og fer fram í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum, fimmtudaginn 7.10. kl. 18:30.

Aðgangseyrir á leikina verður sá sami og í fyrra eða frítt fyrir grunnskólanemendur, 300 kr. fyrir ME nemendur og 500 kr. fyrir aðra.

Fyllum pallana og hvetjum Hött til sigurs!

Nýjir þjálfarar 2010 - 2011

  • Skoða sem PDF skjal

Gengið hefur verið frá samningum við nýja þjálfara hjá Körfuboltadeild Hattar tímabilið 2010-2011.

Viggó Skúlason er þjálfari meistaraflokks karla, 8. - 10. flokks stúlkna og yngri flokks stúlkna. Viggó er reyndur þjálfari og hefur áður þjálfað yngri flokka hjá Hetti en reynir nú fyrir sér við þjálfun meistaraflokks í fyrsta skipti.

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfar 10. flokk drengja og minnibolta. Viðar er íþróttakennari að mennt og margreyndur körfuboltamaður. Hann er uppalinn hjá Hetti en hefur undanfarin ár leikið í úrvalsdeild með Hamri í Hveragerði. Viðar mun jafnframt leika með meistaraflokksliði Hattar í vetur.

Björn Benediktsson þjálfar 7.-8. flokk drengja. Björn er leikmaður meistaraflokks en þjálfar nú í fyrsta skipti og mun njóta leiðsagnar hjá Viggó og Viðari.

Þjálfarastöðurnar eru vel mannaðar í vetur og góð blanda af reynslu og menntun. Við bjóðum nýju þjálfarana velkomna til starfa!

Alcoa dagurinn

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltadeildin hélt Alcoa daginn 5. september sl.  en Alcoa er stærsti styrktaraðili deildarinnar. Tækifærið var notað til að skrá iðkendur í deildina, kynna æfingatöflu körfuboltadeildarinnar og kynna nýja þjálfara. Um þrjátíu krakkar mættu á Alcoa daginn með foreldrum sínum og spjölluðu við þjálfarana sem síðan stjórnuðu leikjum fyrir upprennandi körfuboltastjörnur Hattar. Allir krakkar sem skráðu sig fengu Alcoa derhúfu!

You are here