Fréttir

Börn og unglingar. Strandblak - námskeið

  • Skoða sem PDF skjal

Strandblaksnámskeið verður haldið í Bjarnadalnum á Egilsstöðum

20.-24. júní

Aldur  11-13  ára kl. 14:15-15:15
         14-15  ára kl. 15:30-16:30
         16-18  ára kl. 16:30-18:00

27. júní-1. júlí


Aldur  11-13  ára kl. 14:15-15:15
         14-15  ára kl. 15:30-16:30
         16-18  ára kl. 16:30-18:00


Hámarksfjöldi í hóp er 10. Námskeiðið er börnum og unglingum að kostnaðarlausu.


Skráning: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  eða í síma 892 0556

 

 

Austurlandsmót í blaki

  • Skoða sem PDF skjal
 

Sunnudaginn 10. apríl var haldið Austurlandsmót í blaki á Seyðisfirði.

Einn Austurlandstitill vannst, en það var í fyrstu deild kvenna þar sem Höttur A vann nokkuð sannfærandi og varði þar með titil sinn.

Hinum liðunum gekk bara vel. Höttur B varðí þriðja sæti og Höttur C í fjórða sæti í 2. deild kvenna. Karlalið Hattar varð í 3. sæti. Aðeins voru veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverri deild, en spilað var í einni deild karla þar sem fimm lið tóku þátt og tveimur deildum kvenna þar sem þátttökulið voru samtals fjórtán.

Myndir frá mótinu eru á slóðinni: http://uia.is/index.php?option=com_rsgallery2&gid=33&Itemid=60

Staðan í 2. deild kvenna, Austurlandsriðli

  • Skoða sem PDF skjal

Staðan í 2. deild kvenna í Austurlandsriðli er þannig að Höttur er einn efstur með 14 stig en Þróttur N c fylgir fast á hæla þeim með 13 stig. Allt stefnir í hörkueinvígi milli Hattar og Þróttar um að komast í úrslitakeppnina í 2. deildinni í mars.

Nánari úrslit og staða í deildinni er á blak.is.

Næsti leikur Hattar er við Val næstkomandi sunnudag kl. 16:15.

Blakmaður Hattar 2010

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur A á góðri stund. Oddný Freyja er í efri röð til vinstri.

Blakmaður Hattar 2010 var valin Oddný Freyja Jökulsdóttir. Hún er einn besti leikmaður Hattar í blaki og hefur verið það undanfarin ár. Hún er öflugur sóknarmaður sem og varnarmaður ásamt því að vera góður félagi innan vallar sem utan. Verðlaunin voru afhent á þrettándagleði Hattar 6. janúar 2011.

 

íslandsmótið í blaki

  • Skoða sem PDF skjal

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Íslandsmótinu í blaki geta farið inn á http://blak.is/default.asp?page=upplvefur/deildir.asp
Höttur er með 3 kvennalið og eitt karlalið sem keppa í Austurlandsriðli.

You are here