Fréttir

Æfingar veturinn 2016-2017

  • Skoða sem PDF skjal

Meistaraflokkur kvenna æfir á þriðjudögum kl. 20.30 og fimmtudögum kl. 21.00. Höttur hefur hafið samstarf við Huginn Seyðisfirði og munu flestar fimmtudagsæfingar fara fram þar. Þá er hist við íþróttahúsið um kvöldmatarleytið og keyrt saman á æfingu. Best er að fylgjast með facebook síðu hópsins: Höttur blak.

Meistaraflokkur karla æfir í íþróttahúsinu í Fellabæ kl. 20.30 á mánudögum og kl. 20.00 á miðvikudögum.

Æfingar fyrir krakka 5 ára - 9 ára verða ásamt frjálsum íþróttum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á þriðjudögum kl. 15.30-16.30 og á fimmtudögum kl. 16.30-17.30.

Aðalfundur - ný stjórn

  • Skoða sem PDF skjal

Aðalfundur Blakdeildar Hattar var haldinn 28. mars sl. Ákveðið var að fækka í stjórn, úr fimm í þrjá. Nýja stjórn skipa: Guðgeir Sigurjónsson - formaður, Hrönn Magnúsdóttir - gjaldkeri og Valgerður Hreinsdóttir - ritari. Varamaður er Lovísa Hreinsdóttir.

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (arsskyrsla_fyrir_2013.doc)arsskyrsla_fyrir_2013.doc 309 Kb

Silfurliðin

  • Skoða sem PDF skjal

Nú er lokið keppni í 2. deild kvenna og karla í austurlandsriðli í blaki. Bæði liðin enduðu í öðru sæti og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

Haust 2013

  • Skoða sem PDF skjal

Nú er blakið að byrja aftur eftir sumarfrí.

Konurnar eru á Egilsstöðum á þri. kl. 20:00 og fim. kl. 21:00. Þær byrja þriðjudaginn 3. september.

Karlarnir eru í Fellahúsinu á mán. kl. 18:30 og á mið. kl. 20:00. Þeir byrja 16. september.

 

Svo er sameiginlega æfing karla og kvenna á Egilsstöðum á sunnudögum kl. 15:00

 

Allir velkomnir.

Hera Ármannsdóttir (1966-2013)

  • Skoða sem PDF skjal

Öflugur liðsmaður Blakdeildar Hattar er fallinn frá. Hera Ármannsdóttir var framsækinn blakari og ákafur baráttujaxl. Hún hafði mikinn metnað fyrir blakíþróttinni. Hún var ávallt reiðubúin og gaf félögum sínum ómælda vinnu, dugnað og baráttuvilja á meðan hún gat. Hún var einstaklega vinnusöm og ósérhlífin og hljóp í þau verk sem þurfti. Hera var formaður deildarinnar í nokkur ár, þjálfaði nýbyrjaða sem lengra komna blakara, dæmdi leiki og stjórnaði mótum. Ungliðastarf var mikilvægt í huga Heru og til að efla það tók hún að sér að þjálfa börn og unglinga. Áhugi hennar á strandblaki smitaði út frá sér og ekki síst fyrir hennar tilstilli má á sumrin sjá Hattarfólk spila strandblak á tveimur völlum.

Hera gerði miklar kröfur til sín sem blakara, mætti alltaf á æfingu ef hún gat og var í formi sem flest ungmenni væru stolt af. Hálfkák var ekki til í hennar huga. Hera var öflugur liðsfélagi sem hvatti til stórræða á vellinum. Hún var fyrst og fremst keppnismanneskja og gaf aldrei tommu eftir. Ekkert lið var ósigrandi í hennar huga, barátta fylgdi hverju stigi og sigurviljinn var alltaf í fyrirrúmi.

Með sama hugarfari mætti Hera sjúkdómi sínum. Þar dugði ekkert hálfkák, baráttuviljinn réð för og keppnisskapið skilaði henni mörgum stigum. Fram á síðustu stundu trúði hún á sigur sinn.

Um leið og við þökkum Heru ómetanlegt framlag til blakstarfsins og góða samfylgd sendum við blakfélögum okkar Jóni Grétari og Sigga, Margréti Irmu og Lúkasi Nóa ásamt öðrum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Minningin um einstaka keppniskonu og góðan félaga lifir í blakhjörtum okkar.

Félagar í Blakdeild Hattar.

You are here