Fréttir

Herumótið

  • Skoða sem PDF skjal

Herumótið í blaki verður haldið laugardaginn 1. desember í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Mótið er til styrktar Heru Ármannsdóttur sem hefur verið að berjast við erfið veikindi. Hera hefur gert svo mikið fyrir blakíþróttina hér og langaði okkur að gera eitthvað fyrir hana og fjölskyldu hennar á móti. Mótið byrjar kl. 13.00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Mótsgjaldið er 2000 kr á mann og skal það borgast í peningum við upphaf mótsins. Bæði er hægt að skrá lið og einstaklinga. Einnig verður veitingasala á staðnum og rennur allur ágóði af henni sem og mótsgjöldin, til Heru og fjölskyldu hennar.

Við hvetjum alla til að vera með hvort sem þeir kunna eitthvað í blaki eða ekki. Aðal málið er að hafa gaman og skemmta sér og öðrum. Einnig hvetjum við fólk til að kíkja við og fá sér kaffi og horfa á nokkra leiki.

Upplýsingar og skráning er hjá Elínborgu og Aðalsteini í síma: 8683178 eða netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir kl 23:59 miðvikudaginn 28. nóvember.

Æfingar karla og kvenna haust 2012

  • Skoða sem PDF skjal

Þá er blakvertíðin hafin aftur eftir strandblaksvertíðina.

Karlarnir eru í Fellahúsinu á mán. kl. 18:30 og á mið. kl. 20:00.

Konurnar eru á Egilsstöðum á þri. kl. 20:00 og fim. kl. 21:00.

Svo er sameiginlega æfing karla og kvenna á Egilsstöðum á sunnudögum kl. 15:00.

 

Hvetjum alla til að mæta.

Nýir iðkendur sérstaklega velkomnir.

Öldungarmót í blaki 2012

  • Skoða sem PDF skjal

Þá er stærstu blakhelgi ársins lokið og fór Höttur með þrjú kvennalið og eitt karlalið á Öldungarmót í blaki í Fjallabyggð.

Karlaliðið keppti í þriðju deild og vann hana með stæl og spilar því í annarri deildinni á næsta ári.

Eitt kvennalið keppti í þriðju deild og stóð sig mjög vel og varð í fjórða sæti og heldur sig því í þeirri deild.

Kvennaliðin sem spiluðu í sjöundu og tíundu deild féllu bæði niður um deild.

Allir voru sammála um að helgin hafi tekist vel og að Fjallabyggð má vera stolt af góðu móti. Við munum svo fjölmenna að ári þegar móti verður haldið í Kópavogi.

Blakdeildin óskar öllum til hamingju með frábæran árangur.

75240 448388678511694 100000216962755 2035793 1738857354 n

Jón Grétar, Aðalsteinn, Guðgeir og Gunnlaugur taka á móti bikarnum. Á myndina vantar Guðjón, Magnús og Kára Val.

 

561292 448378981845997 100000216962755 2035644 1962041870 n

Stelpurnar í þriðju deildinni. Efri röð: Elínborg, Valla, Gunna Valla og Hjördís þjálfari. Neðri röð: Jóney, Valdís og Helga Jóna.

 

 

 

 

 

Úrslitakeppni og öldungur

  • Skoða sem PDF skjal

Það hefur verið nóg að gera í blakinu síðustu mánuði og er núna riðlakeppni lokið og aðeins úrslitakeppnin eftir.

Stelpurnar í 2. deild fóru suður að keppa í úrslitum eftir að hafa unnið Austurlandsriðilinn. Enduðu þær í fjórða sæti og óskum við þeim til hamingju með það.

3. deildin átti líka sæti í úrslitakeppninni en því miður náðu þær ekki í lið til að fara suður og gáfu því eftir sætið sitt.

Næsta á dagskrá er Öldungamótið í blaki á Tröllaskaga. Er mikill áhugi fyrir því og munum við fara með þrjú kvennalið og eitt karlalið. Við óskum þeim góðs gengis.

Aðalfundur

  • Skoða sem PDF skjal

Aðalfundur Blakdeildar Hattar var haldinn 26. febrúar sl. Ný stjórn var kosin á fundinum. Hana skipa Magnús Jónasson, Ruth Elfarsdóttir, Soffía Brandsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir og Helga Jóna Jónasdóttir. Úr stjórn ganga Elínborg Valsdóttir og Málfríður Björnsdóttir.

Blakdeildin var rekin nánast á núllinu árið 2011 og er það mjög gott því ekki er ætlast til að deildin safni sjóðum á reikningum.

 

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (arsskyrsla_fyrir_2011.doc)arsskyrsla_fyrir_2011.doc 55 Kb
Download this file (skyrsla_strandblak[1].pdf)skyrsla_strandblak[1].pdf 285 Kb
You are here