Höttur - KA3

  • Skoða sem PDF skjal
Í kvöld klukkan 20:00 spilar 3.fl kk Hattar gegn KA3 á KA velli.

Höttur - Sindri

  • Skoða sem PDF skjal
Í dag klukkan 17:00 spilar 4.flokkur kvenna gegn Sindra á Vilhjálmsvelli.

Mfl.kvk. Fréttir

  • Skoða sem PDF skjal

Hattarstelpur unnu Hamrana frá Akureyrir 3-0 í VISA bikarkeppni KSÍ 30.maí.  Það var Elva Hjálmarsdóttir sem skoraði fyrsta mark Hattar með þrumuskoti langt fyrir utan teig sem endaði í bláhorninu. Óverjandi fyrir markmann Hamranna.  Staða 1-0 í hálfleik.  Sonja Jóhannsdóttir, nýr leikmaður Hattar, sem nýverið skipti úr Fjarðabyggð skoraði tvö mörk í síðari hálfleik.  Mikill liðsstyrkur fyrir Hattarstelpurnar að fá hana. 

Mfl.kvk Fjarðabyggð - Höttur

  • Skoða sem PDF skjal

Hattarstelpur sóttu Fjarðabyggð heim í gærkvöldi og var leikurinn spilaður í Höllinni á Reyðarfirði.  Annað jafntefli í röð hjá Hattarstelpum, en leikurinn fór 1-1.  Fjarðabyggðarstelpur byrjuðu að krafti og uppskáru mark eftir aðeins 8 mínútna leik en það var bráðefnilegur framherji, Freyja sem skoraði eftir aukaspyrnu.  Hattarstelpur voru lengi í gang en Rachel Habnet, frá Hollandi skoraði fyrir Hött á 23. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf. Glæsilega gert, og fyrsta mark hennar fyrir Hött.  Dómarinn var ekki hliðhollur Hattarstelpum og dæmdi oft að því er þeim fannst ósanngjarnt, ýmist rangstöðu, hendi eða aukaspyrnur á Hött eftir eðlilegan öxl í öxl barning.  Mikil barátta var í leiknum og fengu leikmenn beggja liða að líta gula spjaldið.  Hetti hefur borist liðsstyrkur frá Reykjavík, Sigríður Björk Þorláksdóttir, 29 ára framherji sem gaf mikinn kraft í Hattarliðið í gær.  Hattarstelpur eru ákveðnar að gera betur, enda duga jafntefli ekki til að koma okkur í úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeild í haust.  En þangað er stefnan sett. 

Næsti leikur liðsins er heimaleikur á móti Hömrunum frá Akureyri í VISA - Bikarkeppni KSÍ, en það er úrsláttarkeppni.  Leikurinn verður á Vilhjálmsvelli á Miðvikudagskvöld 30.maí kl 20.00.  Við hvetjum alla til að mæta og veita liðinu stuðning.  Góður stuðningur getur verið 12 maður liðsins.

Mfl.kvk Höttur - Völsungur

  • Skoða sem PDF skjal
Jafntefli 1-1 var staðreynd í gærkvöldi þegar Hattarstelpur tóku á móti Völsungi í Höllinni á Reyðarfirði.  Hattarstelpur börðust vel frá fyrstu mínútu, létu finna vel fyrir sér og áttu margar góðar sóknir.  Adda Birna náði að skora um miðjan fyrrihálfleik eftir stungusendingu inn fyrir vörn Völsunga og var staðan 1-0 í hálfleik.
You are here