Fimleikar

Innanfélagsmót fyrir yngstu iðkendur

  • Skoða sem PDF skjal

Laugardaginn 19 maí og mánudaginn 21 maí var haldið innanfélagsmót  fyrir A1, A2 og A3,A4  hópana okkar í fimleikum.  Krakkarnir sýndu  æfingar sem þau hafa verið að æfa í vetur og fengu viðurkenningar  fyrir frábæra frammistöðu. Það hafa verið miklar framfarir hjá þessum hópum  í vetur og hafa þau  æft samviskusamlega og af miklum áhuga.

Við þjálfarar erum mjög ánægðir með hópana okkar og gaman að fá að  þjálfa þessa flottu fimleikakrakka.

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (IMG_6118.JPG)IMG_6118.JPG 2790 Kb
Download this file (IMG_6122.JPG)A2- 5 ára iðkendur flottir með verðlaunapening um hálsinnA2-5 ára íðkendur2629 Kb
Download this file (IMG_6181.JPG)A4- 2.bekkurA4- iðkendur í 2.bekk Hress og kát eftir flotta frammistöðu1242 Kb
Download this file (IMG_6185.JPG)A3-1.bekkurA3-Iðkendur í 1.bekk. Ánægð eftir gott mót1240 Kb

Lesa meira...

Vormót FSÍ - Egilsstöðum 12-13 maí 2012

  • Skoða sem PDF skjal

Vormót fimleikasambands Íslands var haldið á Egilsstöðum helgina 12-13 maí og voru mótshaldarar fimleikadeild Hattar.   Fimleikadeildin tók á móti rétt rúmlega 564 keppendum.   Mótið gekk mjög vel og eiga allir sem tóku þátt í undirbúningi og  vinnu í kringum mótið  hrós skilið. Alls kepptu á mótinu 51 lið frá 13 fimleikafélögum á landinu. Fimleikadeild Hattar átti  um 70 keppendur á mótinu sem stóðu sig allir með mikilli prýði.

Úrslit mótsins :

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (IMG_8745.JPG)IMG_8745.JPG 285 Kb

Lesa meira...

Vormót í hópfimleikum

  • Skoða sem PDF skjal

Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum verður haldið 12. - 13. maí 2012 á Egilsstöðum í umsjón fimleikadeildar Hattar.

Á laugardaginn á keppnisdeginum mun fimleikadeildin sjá keppendum fyrir ávöxtum á keppnissvæði. Kvöldvaka verður fyrir 3,4 og opna flokk á laugardagskvöld kl 21:30-23:00. Kvöldvaka verður fyrir 5 flokk á laugardagskvöld frá kl 19:30-21:00 Á kvöldvökunni munu Blár Opal koma fram og diskótek ásamt því að óskað er eftir að öll félög komi með skemmtiatriði !

Vegna fjölda liða verður keppni í öllum flokkum tvískipt, en sömu dómarar í báðum hlutum. Opinn flokkur keppir með 3. flokki.

Lesa meira...

Fimleikastúlka frá Hetti valin í Landsliðsúrtak í flokki 13-17 ára hjá Fimleikasambandi Íslands

  • Skoða sem PDF skjal

Þann 26 nóvember 2011var opin landsliðsæfing fyrir þá sem gáfu kost á sér í landsliðsverkefni hópfimleika á vegum Fimleiksambands Íslands árið 2012.

Sendar voru út kröfur til fimleikafélaga sem iðkendur þurftu að uppfylla til að geta farið á æfinguna.  Að þessu sinni fór einn iðkandi frá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum,  Valdís Ellen Kristjánsdóttir fædd 1996.  Í kjölfarið var Valdís valin í 50 manna hóp sem æfir saman fram í september n.k en þá verða valdir 28 einstaklingar sem skipa tvö landslið í flokki 13-17 ára.  Annars vegar kvennalið og hins vegar mix lið.  Valdís Ellen er fyrsta fimleikakonan á Austurlandi til að ná þessum árangri og er markmið hennar að komast í 28 manna hópinn.  

Myndir frá Nýárssýningu Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Kíkið inn á myndasíður fimleikadeildarinnar þar sem finna má myndir frá glæsilgri nýárssýningu.

You are here