Fimleikar

Um deildina

Fimleikadeild Hattar var stofnuð formlega sem deild innan Hattar árið 1986 en var búin að vera starfandi í tvö ár áður. Stofnendur deildarinnar voru Hólmfríður Jóhannsdóttir og Unnar Vilhjálmsson og voru þau einnig fyrstu þjálfara deildarinnar.

Þann 21. febrúar 2004 var fimleikadeild Hattar veitt viðurkenning vegna gæðaverkefnis Íþrótta- og ólympíusambands Íslands undir heitinu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Viðurkenningin til fimleikadeildar Hattar var sú fyrsta sem veitt var á Austurlandi.
 
Blómlegt starf er í deildinni með 20 þjálfurum og aðstoðaþjálfurum ásamt 200 iðkendum sem eru á aldrinum 4-20 ára. Frá árinu 2007 hafa iðkendur fimleikadeild Hattar æft og keppt í hópfimleikum en fram að því var keppt í almennum fimleikum.

Fimleikadeild Hattar leggur áherslu á að fimleikar eru fyrir alla og bíður upp á hópa bæði fyrir iðkendur í keppni og fyrir þá sem kjósa fimleika sem hreyfingu.

Aðalfundur fimleikadeildar Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

 

Aðalfundur fimleikadeildar Hattar verður haldinn mánudaginn 4. apríl 2011 í Hettunni.

Dagskrá er með hefðbundnu sniði og hefst kl 18.

 

TM styrkir fimleikadeild Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

TM styrkir fimleikadeild Hattar til kaupa á áhöldum og einnig innanfélagsmótið fyrir yngstu iðkendur deildarinnar sem haldið verður í maí. Stjórn og iðkendur fimleikadeildar Hattar eru TM þakklát fyrir þeirra framlag.

Fimleikadeild Hattar íslandsmeistarar í gólfæfingum í 3.flokki

  • Skoða sem PDF skjal

T4_fimleikarHelgina 19. og 20. febrúar fór fram Unglinga- og Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í Stjörnunni í Garðabæ. Fimleikadeild Hattar sendi þrjú lið sem kepptu í 3., 4. og 5. flokki í 1.deildinni. Þetta er stærsta mót vetrarins og fjöldi þátttakanda mikill. Í 5. flokki, sem er yngsti flokkurinn, lenti lið Hattar í 7. sæti af 16 liðum. Í 4. flokki lenti lið Hattar í 6. sæti af 18 liðum. Liðið náði bestum árangri á trampólíni og lenti í 2. sæti og munaði aðeins 0,1 að liðið yrði íslandsmeistari á trampólíni. Í þriðja og elsta hópnum lenti Höttur í 2. sæti með einkunnina 22.00 en Stjarnan rétt hafði Hött á heimavelli eftir mjög spennandi keppni með einkunnina 22,25, svo aðeins munaði 0.25. Þurfti að tvíreikna úrslit mótsins því mjótt var á munum. Í þessum flokki varð Höttur Íslandsmeistari í gólfæfingum.

Eftir Íslandsmótið var lið Hattar í æfingabúðum í fimleikahúsi Stjörnunnar og var mikil gleði að æfa við slíkan aðbúnað, en fimleikadeild Hattar vantar betri aðstöðu til fimleikaiðkunar. Miklar framfarir voru hjá krökkunum í æfingabúðunum og mörg ný stökk framkvæmd.

Á myndinni má sjá 3. flokk Hattar sem varð Íslandsmeistari í gólfæfingum og lengi í 2. sæti í samanlagðri einkunn.

Tímatöflur má finna hér að neðan í viðhengjum.
Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (Tímatafla fimleikar 2017-2018.pdf)Tímatafla fimleikar 2017-2018.pdfTímatafla fimleikar 2017-2018221 Kb
You are here