Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Frjálsar

Mót vetrarins 2016-2017

  • Skoða sem PDF skjal

Frjálsíþróttadeild Hattar hefur tekið þátt í nokkrum mótum á hverju ári, ýmist fyrir sunnan, á austurlandi eða fyrir norðan. Upplýsingar um mót sem haldin eru má finna á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins www.fri.is. Ef næg þáttaka fæst er stefnt á hópferð, með þjálfara og skemmtilegri dagskrá með. Ef ekki fæst næg þáttaka fyrir hópferð eru keppendur á eigin vegum.

Mót sem stefnt er að og þyrfti að fá að vita þáttöku í sem allra fyrst er t.d. Silfurmót ÍR sem haldið er í Reykjavík 19. nóvember. Þeir sem áhuga hafa á þvi að sækja mótið eru hvattir til að láta Lísu þjálfara vita eða senda póst á stjórn.

Hefð er fyrir því að frjálsíþróttadeildin haldi jólamót um mánaðarmótin nóv/des. Nánari upplýsingar um það koma þegar nær dregur.

Þá eru meistaramót Íslands 11-14 ára og 15 ára og eldri eftir áramót en nánari upplýsingar um þau mót koma þegar nær dregur áramótum og ný mótaskrá lítur dagsins ljós hjá FRÍ. 

Fylgist með hér og á fri.is til að fá upplýsingar um mót og mótahald.

Vetrarstarf frjálsíþróttadeildar 2016-2017

  • Skoða sem PDF skjal

vetrarstarffrjalsar1617

Stjórn 2017-2018

  • Skoða sem PDF skjal

Í Stjórn Frjálsíþróttadeildarinnar starfsárið 2017-2018 eru:

Hjördís Ólafsdóttir - - netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Linda Björk Steingrímsdóttir - - netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Helena Rós Einarsdóttir -  - netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

1 stjórnarmann vantar í stjórn - áhugasamir beðnir um að gefa sig fram við stjórnarmeðlimi

 

Ef einhverjar spurningar vakna um starfið, ekki hika við að hafa samband.

 

Deildin er með starfrækta facebook síðu - Frjálsíþróttadeild Hattar  endilega líkið við síðuna okkar og fylgist með þar!

Bogamót Akureyri

  • Skoða sem PDF skjal

Það voru 13 krakkar 11 ára og eldri sem skelltu sér á Bogamót á Akureyri um helgina á vegum frjálsíþróttdeildar Hattar. Þau stóðu sig með prýði eins og á öðrum mótum og saman náðu þau 25 verðlaunasætum. Þau fá öll sem eitt stórt hrós fyrir góða frammistöðu sem og þeirra þjálfarar Lísa og Metta. Á sunnudeginum var æfing með Unnari Vilhjálmssyni í Boganum. Veðurguðirnir buðu upp á ófærð og smá festu hér og þar á heimleið en lögreglan (Hjalti) fylgir okkar fólki heim. Áfram Höttur.

Sumarhátið ÚÍA

  • Skoða sem PDF skjal

Sumarhátíð ÚÍA fór fram helgina 7og 8. júlí síðastliðinn.  þar hampaði Höttur stigabikarnum í eldir og yngri flokknum í frjálsum íþróttum.  Þau Halla Helgadóttir og Elís Alexander Hrafnkelsson bæði 11 ára gömul fengu síðan afreksbikar í kvenna og karlaflokki, en bæði fengu bikarinn fyrir dúndrandi frammistöðu í langstökki.  Eitt stórt klapp fyrir okkar krökkum.  :) 


IMG 0238

You are here