Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Frjálsar

Innanfélagsjólastlúttmót

  • Skoða sem PDF skjal

Frjálsíþróttadeildin mun standa fyrir innanfélags Jóla slútt móti á síðustu æfingu annarinnar, fimmtudaginn 15. desember. Farið verður í nokkrar greinar og mældur árangur. Meðal greina verða langstökk án atrennu, hástökk án atrennu, hlaup og kastgrein. Eitthvað verður sprellað í lokin og fengið sér piparkökur og safa.

Við þurfum öll að hjálpast og viljum við því hvetja alla foreldra til að mæta með börnum sínum og aðstoða við mótið. Þetta er að sjálfsögðu fyrir alla iðkendur frjálsíþróttadeildarinnar, á öllum aldri.

Jóla slútt mótið verður frá kl. 16:30-18:30 - sjáumst hress!!

stjórnin

Silfurleikar ÍR 2016

  • Skoða sem PDF skjal

Einhverjir iðkendur ætla að skella sér á Silfurleika ÍR sem fara fram í Laugardagshöllinni 19. nóvember.

Lovísa þjálfari verður á staðnum til að aðstoða iðkendur í keppni. Ef einhverjir vilja bætast við þá er ennþá möguleiki á því, hafið bara samband við Lovísu upp á að láta skrá börnin, Höttur greiðir keppnisgjölfin. Flug og annað er í höndum foreldra.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu ÍR hér

Vonandi bætast fleiri í keppendahópinn!!

Æfingabúðir í frjálsum íþróttum 4.-6. nóvember

  • Skoða sem PDF skjal

Frjálsíþróttadeild Hattar stendur fyrir æfingabúðum fyrir árgang 2006 og eldri á Egilsstöðum helgina 4.-6. nóvember. Við fáum til okkar öfluga þjálfara Kristínu Birnu Ólafsdóttur yfirþjálfara ÍR, Mark Johnson verður með henni að hluta og auðvitað þjálfarinn okkar hún Lovísa Hreinsdóttir.frjalsar16

Höttur vill bjóða iðkendum í nágrannasveitafélögunum að taka þátt og verður kostnaði haldið í lágmarki.

Boðið verður upp á gistingu á laugardagsnótt en æskilegt er að 1 fullorðinn fylgi með hópnum sem kemur frá hverju félagi. Þeir sem óska eftir gistingu á föstudagsnóttunni láti vita sem fyrst og reynt verður að verða við því). Þeir sem gista þurfa að koma með svefnpoka og dýnu.

Matur verður í boði fyrir alla þátttakendur.

Kostnaður á þáttakanda án gistingar er 3000 kr.

Kostnaður með gistingu er 4000 kr.

Innifalið þjálfun og matur yfir helgina (gisting fyrir þá sem þess óska)

Nauðsynlegt er að koma búinn bæði til úti og inni æfinga og klædd eftir veðri.

Skráningar og fyrirspurnir berist á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Skráningarfrestur er til 31. oktober.

Stjórn frjálsíþróttadeildar Hattar

Drög að dagskrá

Föstudagur

Kl. 19:30  Æfing (úti) fyrir 14 ára og eldri

Kl. 21:00 Fyrirlestur um markmiðasetningu fyrir iðkendum 14 ára og eldri (og foreldra)

Laugardagur

Kl. 10:00  Æfing úti (inni ef veður er vont)

Kl. 12:30 Hádegismatur

Kl. 13:30  sundferð eða frjáls tími

Kl. 15:00  Hressing

Kl. 16:00  Æfing í íþróttahúsinu á Egilsstöðum

Kl. 19:00 Pizza hlaðborð

Kl. 20:00  Sprell

Sunnudagur

Kl. 10:00  Æfing úti (inni ef veður er vont)

Kl. 12:30 Hádegismatur og slútt

Æfingabúðir í frjálsum 5.-6. nóv

  • Skoða sem PDF skjal

Frjálsíþróttadeild Hattar stendur fyrir æfingabúðum fyrir árgang 2006 og eldri á Egilsstöðum helgina 5.-6. nóvember. Við fáum til okkar öflugan þjálfara Kristínu Birnu Ólafsdóttur yfirþjálfara ÍR og jafnvel fleiri flotta þjálfara með henni. Reynt verður að koma 2-3 æfingum yfir helgina, bæði inni og úti (eftir veðri). Að sjálfsögðu verður eitthvað sprell í bland við æfingarnar. 

Höttur vill bjóða iðkendur í nágrannasveitafélögunum að taka þátt og verður kostnaði haldið í lágmarki.

Boðið verður upp á gistingu og etv. mat en allt slíkt veðrur rætt við þau félög sem hyggjast nýta æfingabúðirnar með okkur. Áhugasamir iðkendur Hattar og annarra félaga, endilega setjið ykkur í samband við Hjördísi á netfanigð Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Nánari upplýsingar koma inn síðar.

Mót sem stefnt er á veturinn 16-17

  • Skoða sem PDF skjal

Eins og rætt var á foreldrafundi 27. sept eru þetta mótin sem stefnt er á að eiga þátttakendur á. Þeir foreldrar sem hafa hug á þvi leyfa börnum sínum að taka þátt í þessum mótum eru beðin um að hafa samband við deildina. Annars er margt spennandi á döfunni hjá frjálsíþróttadeildinni næsta árið og mikil tilhlökkun til samstarfsins með bæði iðkendum og foreldrum.

Allar nánari upplýsingar um frjálsíþróttamót má nálgast inni á www.fri.is í mótaskránni og mótaforritinu Þór

motogvidburdir1617

You are here