Höttur og Bí/Bolungarvík skildu jöfn.

gardar hotturkk

Höttur og BÍ/Bolungarvík mættust á Vilhjálmsvelli í góðu veðri í dag. Fyrir  leikinn þá var BÍ/Bolungarvík með 2 stig og Höttur með 4 stig.
Leikurinn  byrjaði mjög rólega og bæðu lið litu út fyrir að hafa verið í sólbaði fyrri part  dags, slíkt var kraftleysið. BÍ/Bolungarvík fékk eitt gott færi í fyrri hálfleik  en Pétur Markan tók vægast sagt slakt skot sem Ryan varði. Fleiri voru færin  ekki og fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt leiðinlegur.


Annað var  uppá teningnum í síðari hálfleik. Bæðu lið mættu sprækari til leiks og voru það  Hattarmenn sem voru sterkari aðilinn heilt yfir í seinni hálfleiknum. Bæði lið  fengu 3-4 færi  en náðu ekki að nýta sér það. Síðastu mínútur leiksins  virtust Hattarmenn vera þyrstari í sigur en BÍ/Bolungarvík vörðust vel og gáfu  sig alla í það að ná stigi eftir slæmt tap fyrir Tindastól í síðustu  umferð.


BÍ/Bolungarvík er því enn án sigurs með 3 stig. Höttur er með  5 stig, einn sigur og tvö jafntefli. Hattarliðið hefur nú ekki skorað í 278  mínútur og er það höfuðverkur sem Eysteinn Hauksson þarf að lækna.


Úr  sólinni á Egilsstöðum. Viðar Örn og Guðmundur Bj.
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina:  http://www.fotbolti.net/game.php?action=view_article&;id=330#ixzz1wfLbaQew

Lið Hattar í dag:

 

                                                            Ryan

    Bjartmar                  Birkir                           Óttar Steinn                 Kristopher

 

                                    Ragnar                        Tóti

   Elvar                                               Stefán                                      Garðar

                                                          Högni

Bekkur: Bjarni(m),Runólfur,Óttar G.,Friðrik,Jói,Valdimar og Elmar.

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Augnablik í bikarnum og fer leikurinn fram í Kórnum Kópavogi miðvikudaginn n.k kl 19:15