Allt er hægt þegar saman fara hæfileikar, ástundun og góð þjálfun

alt

 

Heiðdís Sigurjónsdóttir var valin í U-16 landslið kvenna á Norðurlandamótinu sem var haldið í síðustu viku í Hammerfest í Noregi.

Heiðdís var á bekknum í fyrsta leik liðsins gegn Finnland. Hún var svo í byrjunarlið bæði gegn Svíþjóð og Frakklandi og spilaði allar 90 mínúturnar. Hún spilaði bæði sem hægri kantur og hægri bakvörður. Íslandi gekk ekki sem skildi á mótinu sjálfu en þær töpuðu öllum leikjunum og enduðu í 4 sæti í sínum riðli.

Hægt er að skoða heimsíðu mótsins inn á http://opennordic.com/eng/, Einnig eru svipmyndir sýndar úr leikjunum inn á heimsíðunni, en í leiknum á móti Svíþjóð sést einmitt góð sending Heiðdísar á samherja sem skoraði en var óheppin að vera rangstæð og því markið dæmt af, sjá hér: http://opennordic.com/eng/mtv-iceland-sweden/.

Frábær árangur hjá Heiðdísi að vera valin í U-16 landsliðið og sýndi það greinilega af svipmyndunum að dæma að hún á heima í byrjunarliðinu!

alt