Nettó framlengir samningi sínum við Hött

Nettó hefur samþykkt að framlengja samningi sínum við íþróttafélagið Hött en Nettó hefur styrkt félagið síðustu 3 árin. Framlengingin nær til loka árs 2014.

Samstarf félaganna tveggja hefur verið mjög gott undanfarin ár og hefur Nettó komið að mörgum stórum og smáum viðburðum sem félagið hefur staðið fyrir.