Heyfivikan

Erum við í hressasta liðinu í Hreyfiviku UMFÍ?

Hreyfivika UMFÍ verður dagana 29. maí – 4. júní. Þetta er sjötta árið sem UMFÍ stendur fyrir Hreyfivikunni. UMFÍ er þessa dagana að leita að boðberum Hreyfingar innan sveitarfélaga til að taka þátt í vikunni. Boðberar hreyfingar hjá sveitarfélögum standa fyrir viðburðum af öllum stærðum og gerðum og hvetja nágranna sína og samstarfsfólk, stjórnendur fyrirtækja, leik- og grunnskóla og stofnana til hafa gaman af því að hreyfa sig saman.
Hreyfivika UMFÍ er ekki keppni. Markmið Hreyfiviku UMFÍ er að þátttakendur finni uppáhalds hreyfinguna sína, stunda hana reglulega í a.m.k. 30 mínútur á dag og hafa gaman af því með öðrum.

Dæmi um viðburð
Það er ekkert mál að standa fyrir viðburði í Hreyfiviku UMFÍ. Það getur verið áskorun á milli fyrirtækja í sveitarfélaginu, þátttaka í sundkeppni sveitarfélaganna, viðburðir í skólunum, áskorun á milli sveitarfélaga og margt fleira. Dæmi um viðburð er jógastund nemenda í grunnskóla, áskorun á milli fyrirtækja um það hversu margir ganga til vinnu í stað þess að hjóla og þess háttar.

Svona getur þú staðið fyrir viðburði
Þeir sem vilja gerast boðberar í Hreyfiviku UMFÍ geta skráð sig til þátttöku á www.hreyfivika.is. Þar er hægt að skrá viðburðinn og segja frá honum. Allir sem vilja geta skoðað viðburðinn og hvetur það forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana innan og í öðrum sveitarfélögum að skipuleggja annan viðburð.
UMFÍ fylgist með öllum viðburðum og segir frá þeim á vef UMFÍ (www.umfi.is) og samfélagsmiðlum. UMFÍ og Morgunblaðið vinna saman í Hreyfivikunni og mun www.mbl.is birta fréttir af athyglisverðum viðburðum. Viðburðir á landsbyggðinni fá sérstaklega mikið vægi. Aðrir fjölmiðlar fá líka fréttir af viðburðunum.
Viltu standa fyrir viðburði í Hreyfiviku UMFÍ? Hafðu þá samband við verkefnastjóra verkefnisins. Það er hún Sabína. Hún hlakkar til að heyra í þér. Vertu í bandi!

www.hreyfivika.is
Tengiliður
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.