Samningur undirritaður við Fljótsdalshérað

alt

Þann 28. febrúar síðast liðinn var undirritaður samningur á milli Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs. Á milli þessara aðila hefur verið samningur um framlög frá sveitarfélaginu er tengjist starfi yngri flokka og afnot á mannvirkjum sveitarfélagsins en núverandi samningur gildir til loka árs 2018. Vinna er hafin við gerð samnings sem myndi gilda til lengri tíma og er stefnt að undirritun á honum í byrjun árs 2019.

Nú þegar er í gildi samningur á milli þessara aðila varðandi uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum sem myndi bæta aðstöðu íþróttaiðkunar til muna í sveitarfélaginu og verða mikil bylting fyrir starfs Hattar yfir vetrarmánuðina.

Fyrir hönd Íþróttafélagsins Hattar var það Davíð Þór Sigurðarson, formaður og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs sem skrifuðu undir samninginn.