Fyrsta skóflustungan tekin á nýrri viðbyggingu

Þann 16. nóvember síðastliðinn var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Um er að ræða nýjan sal sem mun verða sérútbúin fyrir fimleikaiðkun ásamt hlaupabrautum og stökkgryfju til frjálsíþróttaiðkunnar. Stefnt er að framkvæmdum sé lokið árið 2020 en að þessari framkvæmd stendur Íþróttafélagið Höttur ásamt sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

Það voru þau Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Auður Vala Gunnarsdóttir, fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Hattar og Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar sem tóku fyrstu skóflustunguna.

alt