Samningur undirritaður við MVA ehf um byggingu nýs íþróttasalar

Í dag, þann 23. febrúar 2019 skrifaði Höttur undir samning við MVA ehf um byggingu nýs íþróttasalar við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Salurinn mun skapa aðstöðu innanhúss fyrir fimleika og frjálsar íþróttir. Framkvæmdir munu hefjast nú á vormánuðum og stefnt er því að salurinn verði tekinn í notkun árið 2020.

Það voru Stefán Vignisson og Hrafnkell Elísson frá MVA ehf ásamt Helga Sigurðssyni og Maríu Ósk Kristmundsdóttur úr stjórn byggingarfélags Hattar sem skrifuðu undir samninginn.

alt