Guðjón Ernir íþróttamaður Hattar 2019

Guðjón Ernir Hrafnkelsson var valinn íþróttamaður Hattar 2019 á árlegri þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs síðasta mánudag. Guðjón Ernir er fæddur 2001 og verður því 19 ára á þessu ári, hann hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir lið mfl karla í knattspyrnu síðustu tvö árin. Hann hefur leikið 46 deildar- og bikarleiki fyrir liðið og hefur verið valinn efnilegastur hjá liðinu síðustu tvö sumur.
Hraði hans, tækni og elja upp og niður hægri kantinn skilaði honum einnig í 25 manna æfingahóp hjá U-18 ára í Íslenska landsliðinu. Hans frammistaða inná vellinum hefur vakið eftirtekt þar sem lið úr efri deildum hafa boðið honum til æfinga á haustmánuðum. En einnig fór hann til æfnga hjá U-19 ára liði Gautaborgar í Svíþjóð á vegum Hattar. Hann er flott fyrirmynd yngri iðkenda hjá Hetti og sýnir hversu gott yngri flokka starf Hattar í knattspyrnu er.
Til hamingju með Guðjón !