Bikarleikur kvenna

Höttur mætir Fjarðabyggð/Leikni í Borgunarbikarkeppni kvenna á Fellavelli 7.júní kl 20:00.

Höttur vann fyrsta leikinn í bikarnum á móti Völsung 2-0. Þá mætti fjöldi manns til að hvetja stelpurnar áfram og skipti sá stuðningur miklu máli.

Með sigri í þessum leik kemst Höttur í 16 liða úrslit.

Allir á völlinn að hvetja stelpurnar áfram!

Áfram Höttur!