Leikmannamál - Norðmaður til æfinga

geirarneNýr leikmaður mun æfa með Hetti um páskana, Geir Arne Kaspersen heitir hann og kemur alla leið frá Noregi

Geir Arne er miðju- og kantmaður lék áður með Óliver hjá norska liðinu Örsta við góðan orðstír.

Ef vel gengur á æfingunum um páskana mun hann ganga til liðs við Hött og leika með þeim í 2. deildinni.