Bandaríkjamaður til Hattar

Körfuboltalið Hattar mun tefla fram Bandaríkjamanni í vetur og er hann væntanlegur til liðsins fyrir fyrsta leik gegn Skallagrími.  Maðurinn heitir Danny Terrell og er örvhentur bakvörður.  Danny fær ekki mikið tækifæri til að æfa með liðinu fyrir fyrsta leik því hann kemur til landsins á leikdag!  Miklar væntingar eru til Danny og það verður gaman að sjá hann í fyrsta leik.