Annar erlendur leikmaður til Hattar

Annar erlendur leikmaður er væntanlegur til körfuboltaliðs Hattar í vikunni.  Hann heitir Nicholas Kenrick Paul, er breskur, 21 árs og 197 cm. á hæð.  Tilfinnanlega hefur vantað hæð í Hattarliðið en með tilkomu Nikulásar mun Kiddi kerskálastjóri e.t.v. fá að hvíla sig í nokkrar mínútur í hverjum leik.  Mikið hefur mætt á honum undir körfunni og í síðasta leik var skarð fyrir skyldi þegar Kristinn vantaði í framlenginguna eftir að hafa fengið 5 villur, allar mjög ósanngjarnt.  Nicholas mun spila sinn fyrsta leik með Hetti gegn Leikni á morgun, 21. október.