Höttur - ÍA á þriðjudag kl. 18:30

Höttur mætir ÍA í fyrsta heimaleik ársins í körfunni á þriðjudag kl. 18:30.  Við byrjuðum seinni helming mótsins með tapi á Akureyri en nú þarf að bíta í skjaldarrendur og koma liðinu aftur á sigurbraut, með góðum stuðningi áhorfenda.

Höttur er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 12 stig og framundan er hörkubarátta um sæti í úrslitakeppni fyrir Úrvalsdeildarsæti.