Fyrsti heimaleikurinn í körfunni á föstudag

Höttur leikur fyrsta heimaleik sinn í 1. deild körfuboltans nk. föstudag.  Leikið verður við FSU og hefst leikurinn kl. 18:30, föstudaginn 18.10.  Heimaleikir Hattar hafa nú verið færðir frá fimmtudegi á föstudag og vonumst við til að áhorfendur fylki liði í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Miðaverð á leiki verður 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir ME nema og frítt fyrir börn (m.v. grunnskólaaldur).  Ársmiðar á alla níu heimaleiki Hattar verða til sölu á 5.000 kr.  Leikmenn meistaraflokks munu jafnframt ganga í hús og selja ársmiða og vonum við að þeim verði vel tekið.